Innlent

Byggja kröfurnar á gerðardómi

óli kristján ármannsson skrifar
Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins í forgrunni á fundi með LL, SLFÍ og SFR hjá ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/Ernir
Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins í forgrunni á fundi með LL, SLFÍ og SFR hjá ríkissáttasemjara í gær. Fréttablaðið/Ernir
Kjaramál Samninganefnd SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélagsins (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) kynnti launakröfur á fundi með samninganefnd ríkisins í karphúsinu í gær.

Kröfurnar segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, að byggist á sama ramma og kemur fram í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Þetta stóð stutt yfir, en næsti fundur er á þriðjudaginn,“ segir Árni. Samninganefnd ríkisins hafi viljað fá að skoða kröfurnar og reikna út áhrif þeirra. Árni segir gerðardóm hafa ákveðið að leiðrétta ætti launatöflur BHM og hjúkrunarfræðinga, sem hefðu skekkst af því notaðar höfðu verið krónutöluhækkanir í einhverjum mæli á undanförnum árum. „Við förum auðvitað líka fram á að okkar töflur verði líka leiðréttar.“ Þessi þáttur kunni að flækja aðeins útreikningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×