Innlent

Handtekinn vegna líkamsárásar og dólgsháttar

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Lögreglumenn höfðu afskipti af ölvuðum einstaklingum í gærkvöld og nótt.
Lögreglumenn höfðu afskipti af ölvuðum einstaklingum í gærkvöld og nótt. vísir/anton
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nótt afskipti af nokkrum fjölda fólks sem var ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Skömmu eftir klukkan hálfeitt í nótt var ölvaður ungur maður handtekinn við skemmtistað í Hafnarstræti. Maðurinn er grunaður um líkamsárás auk þes sem hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Sökum ástands var hann ekki viðræðuhæfur og fékk því að gista fangageymslur þar til víman rennur af honum.

Rétt fyrir klukkan níu var ungur maður handtekinn í Kópavogi grunaður um innbrot í bifreiðar. Á svipuðum tíma við bensínstöð við Vesturlandsveg stöðvaði lögreglan mann í annarlegu ástandi sem var að setjast undir stýri. Var hann kærður fyrir vörslu fíkniefna sem voru í bílnum auk efna sem fundust á heimili hans.

Auk þessa hafði lögreglan afskipti af þremur ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis eða annara vímugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×