Segway-maðurinn stórhættulegi bað Bolt afsökunar | Hittust aftur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 12:00 Song Tao og Usain Bolt. Vísir/Getty Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Kínverjinn Song Tao varð óvænt heimsfrægur í gær þegar hann keyrði niður gullverðlaunahafann Usain Bolt þegar Bolt var að fagna sigri í 200 metra hlaupinu á HM í frjálsum í Peking í Kína. Song Tao vinnur sem myndatökumaður á mótinu og hefur verið að nota Segway-hjól til að komast sem fyrst á réttu staðina. Song Tao var að elta Usain Bolt í gær þegar hann keyrði utan í rennu og missti algjörlega stjórn á hjólinu. Svo óheppilega vildi til að Usain Bolt var beint fyrir framan hann og Song Tao keyrði hann hreinlega niður. Usain Bolt slapp með nokkrar skrámur og dýrmætustu fætur í heimi eru heilir sem betur fer. Myndbandið fór hinsvegar um netið eins og eldur í sinu. Bolt er maður fólksins og fjölmiðlanna og Jamaíkamaðurinn grínaðist með atvikið á blaðamannafundi, fíflaðist bæði með það að Song Tao hafi reynt að drepa sig sem og að erkifjandi hans Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta. Allt þó í gríni og með bros á vör. Song Tao var þó ekki rekinn þrátt fyrir þetta slys og hann er nú mættur aftur til vinnu í Fuglahreiðrið. Song Tao hitti meðal annars Usain Bolt aftur þegar Bolt fékk gullið sitt afhent í verðlaunaafhendingunni fyrir 200 metra hlaupið. Song Tao bað Usain Bolt þá afsökunar og hélt síðan áfram vinnu sinni. Song Tao er mjög reyndur myndatökumaður og hefur unnið bæði á Asíuleikunum sem og á Ólympíuleikum. „Það mikilvægast er að það er allt í lagi með hann. Ég meiddi mig heldur ekki og er tilbúinn að fara að vinna á ný," sagði Song Tao við kollega sinn Shao Yi sem þýddi orð hans fyrir blaðamann Guardian.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00 Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03 Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23 Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Bolt og Gatlin forðast hvor annan á móti í næsta mánuði Tvö einvígi spretthlauparanna Usain Bolt og Justin Gatlin í 100 og 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum voru í hópi hápunkta heimsmeistaramótsins. 28. ágúst 2015 11:00
Bolt stakk Gatlin af á lokasprettinum Usain Bolt landaði tvennunni í spretthlaupunum á HM í Peking með því að vinna 200 metra hlaupið í dag. 27. ágúst 2015 13:03
Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig Usain Bolt varð fyrir óvæntri "árás" ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína. 27. ágúst 2015 19:23
Myndatökumaður á Segway keyrði Bolt niður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á HM í frjálsum íþróttum í dag eftir 200 metra hlaupið. 27. ágúst 2015 14:35