„Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2015 20:00 Óttar Guðmundsson. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Allt sé reynt til að koma í veg fyrir að barnið lendi í erfiðleikum eða vandræðum. Langflestir vefji börnin inn í bómull og verja með kjafti og klóm fyrir óréttlæti lífsins. „Góðir foreldrar eiga að vernda börnin sín fyrir umferðinni, einelti, vondum kennurum, barnaníðingum og vondum félagsskap. Þau sjá til þess að barnið sé alltaf bundið í öryggisbelti og sé með hjálm,“ segir í pistli Óttars á Stundinni sem vakið hefur mikla athygli. Barnið fái smám saman tilfinningu fyrir því að lífið eigi að vera vandamála- og áhyggjulaust. Þegar vandamálin komi upp séu börnin ekki undir þau búin. Við séum að ala upp einstaklinga sem verða ósjálfstæðir og nefnir Óttar sláandi dæmi. „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg. Þau geta ekki sætt sig við það að hinn aðilinn hafi slitið sambandinu. Oft segjast þau ætla að fyrirfara sér vegna þessa. Læknar og hjúkrunarfræðingar taka þessum döpru ungmennum vel, gefa þeim lyf og tala við þau og leggja þau stundum inn,“ segir Óttar. Fyrir þremur til fjórum áratugum hefðu heimsóknir ungmenna vegna þessa verið óhugsandi. Litið hefði verið á slík vandamál sem eðlilegan fylgifisk. Rifjar Óttar upp eigin æsku þar sem hann svaf í rúmi máluðu af krabbameinsvaldandi blýmálningu, enginn hjólaði með hjálm, vatn var drukkið úr garðslöngum, engir barnastólar í bílum, reykt var svo til hvar sem er og börn léku sér úti frá morgni til kvölds með engan farsíma í vasanum. Perrar, dónar og gluggagægjar með sýniþörf voru hluti af veruleikanum. „En öryggiskynslóðin er á engan hátt búin undir mótlæti enda var henni talin trú um að lífið yrði alltaf fyrirsjáanlegt. Íslenskt samfélag hefur aldrei verið jafn öruggt og nú og aldrei hefur óttinn við að eitthvað komi fyrir börn verið stærri,“ segir Óttar. Ljóst sé að börn verði að læra að axla ábyrgð á eigin vanlíðan og læra að heimurinn geti verið miskunnarlaust. „Fyrr eða síðar þurfa þau að standa á eigin fótum án þess að mamma og pabbi standi á hliðarlínunni og skammi alla sem ekki gera eins og barnið vill.“ Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Allt sé reynt til að koma í veg fyrir að barnið lendi í erfiðleikum eða vandræðum. Langflestir vefji börnin inn í bómull og verja með kjafti og klóm fyrir óréttlæti lífsins. „Góðir foreldrar eiga að vernda börnin sín fyrir umferðinni, einelti, vondum kennurum, barnaníðingum og vondum félagsskap. Þau sjá til þess að barnið sé alltaf bundið í öryggisbelti og sé með hjálm,“ segir í pistli Óttars á Stundinni sem vakið hefur mikla athygli. Barnið fái smám saman tilfinningu fyrir því að lífið eigi að vera vandamála- og áhyggjulaust. Þegar vandamálin komi upp séu börnin ekki undir þau búin. Við séum að ala upp einstaklinga sem verða ósjálfstæðir og nefnir Óttar sláandi dæmi. „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg. Þau geta ekki sætt sig við það að hinn aðilinn hafi slitið sambandinu. Oft segjast þau ætla að fyrirfara sér vegna þessa. Læknar og hjúkrunarfræðingar taka þessum döpru ungmennum vel, gefa þeim lyf og tala við þau og leggja þau stundum inn,“ segir Óttar. Fyrir þremur til fjórum áratugum hefðu heimsóknir ungmenna vegna þessa verið óhugsandi. Litið hefði verið á slík vandamál sem eðlilegan fylgifisk. Rifjar Óttar upp eigin æsku þar sem hann svaf í rúmi máluðu af krabbameinsvaldandi blýmálningu, enginn hjólaði með hjálm, vatn var drukkið úr garðslöngum, engir barnastólar í bílum, reykt var svo til hvar sem er og börn léku sér úti frá morgni til kvölds með engan farsíma í vasanum. Perrar, dónar og gluggagægjar með sýniþörf voru hluti af veruleikanum. „En öryggiskynslóðin er á engan hátt búin undir mótlæti enda var henni talin trú um að lífið yrði alltaf fyrirsjáanlegt. Íslenskt samfélag hefur aldrei verið jafn öruggt og nú og aldrei hefur óttinn við að eitthvað komi fyrir börn verið stærri,“ segir Óttar. Ljóst sé að börn verði að læra að axla ábyrgð á eigin vanlíðan og læra að heimurinn geti verið miskunnarlaust. „Fyrr eða síðar þurfa þau að standa á eigin fótum án þess að mamma og pabbi standi á hliðarlínunni og skammi alla sem ekki gera eins og barnið vill.“
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira