„Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2015 20:00 Óttar Guðmundsson. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Allt sé reynt til að koma í veg fyrir að barnið lendi í erfiðleikum eða vandræðum. Langflestir vefji börnin inn í bómull og verja með kjafti og klóm fyrir óréttlæti lífsins. „Góðir foreldrar eiga að vernda börnin sín fyrir umferðinni, einelti, vondum kennurum, barnaníðingum og vondum félagsskap. Þau sjá til þess að barnið sé alltaf bundið í öryggisbelti og sé með hjálm,“ segir í pistli Óttars á Stundinni sem vakið hefur mikla athygli. Barnið fái smám saman tilfinningu fyrir því að lífið eigi að vera vandamála- og áhyggjulaust. Þegar vandamálin komi upp séu börnin ekki undir þau búin. Við séum að ala upp einstaklinga sem verða ósjálfstæðir og nefnir Óttar sláandi dæmi. „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg. Þau geta ekki sætt sig við það að hinn aðilinn hafi slitið sambandinu. Oft segjast þau ætla að fyrirfara sér vegna þessa. Læknar og hjúkrunarfræðingar taka þessum döpru ungmennum vel, gefa þeim lyf og tala við þau og leggja þau stundum inn,“ segir Óttar. Fyrir þremur til fjórum áratugum hefðu heimsóknir ungmenna vegna þessa verið óhugsandi. Litið hefði verið á slík vandamál sem eðlilegan fylgifisk. Rifjar Óttar upp eigin æsku þar sem hann svaf í rúmi máluðu af krabbameinsvaldandi blýmálningu, enginn hjólaði með hjálm, vatn var drukkið úr garðslöngum, engir barnastólar í bílum, reykt var svo til hvar sem er og börn léku sér úti frá morgni til kvölds með engan farsíma í vasanum. Perrar, dónar og gluggagægjar með sýniþörf voru hluti af veruleikanum. „En öryggiskynslóðin er á engan hátt búin undir mótlæti enda var henni talin trú um að lífið yrði alltaf fyrirsjáanlegt. Íslenskt samfélag hefur aldrei verið jafn öruggt og nú og aldrei hefur óttinn við að eitthvað komi fyrir börn verið stærri,“ segir Óttar. Ljóst sé að börn verði að læra að axla ábyrgð á eigin vanlíðan og læra að heimurinn geti verið miskunnarlaust. „Fyrr eða síðar þurfa þau að standa á eigin fótum án þess að mamma og pabbi standi á hliðarlínunni og skammi alla sem ekki gera eins og barnið vill.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir segir nútímaforeldra keppast við að skapa hina fullkomnu æsku fyrir börnin sín. Allt sé reynt til að koma í veg fyrir að barnið lendi í erfiðleikum eða vandræðum. Langflestir vefji börnin inn í bómull og verja með kjafti og klóm fyrir óréttlæti lífsins. „Góðir foreldrar eiga að vernda börnin sín fyrir umferðinni, einelti, vondum kennurum, barnaníðingum og vondum félagsskap. Þau sjá til þess að barnið sé alltaf bundið í öryggisbelti og sé með hjálm,“ segir í pistli Óttars á Stundinni sem vakið hefur mikla athygli. Barnið fái smám saman tilfinningu fyrir því að lífið eigi að vera vandamála- og áhyggjulaust. Þegar vandamálin komi upp séu börnin ekki undir þau búin. Við séum að ala upp einstaklinga sem verða ósjálfstæðir og nefnir Óttar sláandi dæmi. „Á hverjum degi leita á bráðamóttökur geðdeilda ungmenni um tvítugt í ástarsorg. Þau geta ekki sætt sig við það að hinn aðilinn hafi slitið sambandinu. Oft segjast þau ætla að fyrirfara sér vegna þessa. Læknar og hjúkrunarfræðingar taka þessum döpru ungmennum vel, gefa þeim lyf og tala við þau og leggja þau stundum inn,“ segir Óttar. Fyrir þremur til fjórum áratugum hefðu heimsóknir ungmenna vegna þessa verið óhugsandi. Litið hefði verið á slík vandamál sem eðlilegan fylgifisk. Rifjar Óttar upp eigin æsku þar sem hann svaf í rúmi máluðu af krabbameinsvaldandi blýmálningu, enginn hjólaði með hjálm, vatn var drukkið úr garðslöngum, engir barnastólar í bílum, reykt var svo til hvar sem er og börn léku sér úti frá morgni til kvölds með engan farsíma í vasanum. Perrar, dónar og gluggagægjar með sýniþörf voru hluti af veruleikanum. „En öryggiskynslóðin er á engan hátt búin undir mótlæti enda var henni talin trú um að lífið yrði alltaf fyrirsjáanlegt. Íslenskt samfélag hefur aldrei verið jafn öruggt og nú og aldrei hefur óttinn við að eitthvað komi fyrir börn verið stærri,“ segir Óttar. Ljóst sé að börn verði að læra að axla ábyrgð á eigin vanlíðan og læra að heimurinn geti verið miskunnarlaust. „Fyrr eða síðar þurfa þau að standa á eigin fótum án þess að mamma og pabbi standi á hliðarlínunni og skammi alla sem ekki gera eins og barnið vill.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira