Íslenski boltinn

Sjáðu baráttuna á Laugardalsvelli og fögnuð Valsmanna | Myndasyrpa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsmenn fagna vel og innilega þegar Kristinn Ingi skoraði annað mark leiksins.
Valsmenn fagna vel og innilega þegar Kristinn Ingi skoraði annað mark leiksins. vísir/anton brink
Valur tryggði sér í dag sinn tíunda bikarmeistaratitil og sinn fyrsta titil í átta ár þegar liðið bar sigurorð af KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Bjarni Ólafur Eiríksson og Kristinn Ingi Halldórsson sáu um markaskorunina, en þeir skoruðu sitthvort markið í 2-0 sigri Vals. Leikið var á Laugardalsvelli.

Sjá meira: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin

Valsmenn fögnuðu vel og innilega, en í myndasyrpunni hér að ofan má sjá fögnuð Valsmanna sem og fjölmargar myndir úr leiknum sjálfum.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og náði þessum frábæru myndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.