Íslenski boltinn

Sjáðu baráttuna á Laugardalsvelli og fögnuð Valsmanna | Myndasyrpa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsmenn fagna vel og innilega þegar Kristinn Ingi skoraði annað mark leiksins.
Valsmenn fagna vel og innilega þegar Kristinn Ingi skoraði annað mark leiksins. vísir/anton brink

Valur tryggði sér í dag sinn tíunda bikarmeistaratitil og sinn fyrsta titil í átta ár þegar liðið bar sigurorð af KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Bjarni Ólafur Eiríksson og Kristinn Ingi Halldórsson sáu um markaskorunina, en þeir skoruðu sitthvort markið í 2-0 sigri Vals. Leikið var á Laugardalsvelli.

Sjá meira: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin

Valsmenn fögnuðu vel og innilega, en í myndasyrpunni hér að ofan má sjá fögnuð Valsmanna sem og fjölmargar myndir úr leiknum sjálfum.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og náði þessum frábæru myndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.