Áhorfendur taka þátt í flugeldasýningunni Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 13:30 Sigga Soffía hafði mikinn áhuga á flugeldum áður en hún var beðin um að taka þátt í verkefninu. Vísir/Ernir Líkt og síðustu ár verður glæsileg flugeldasýning Vodafone á Menningarnótt til þess að enda dagskrána. Þriðja árið í röð verður Sigga Soffía listakona listrænn stjórnandi sýningarinnar en þetta verður í síðasta skiptið sem hún sinnir þessu hlutverki og mun verkið heita Stjörnubrim. Hún ætlar að fá áhorfendur til þess að taka þátt í herlegheitunum með því að kveikja á vasaljósunum á símunum sínum á ákveðnum tímapunkti. Í haust mun hún setja upp sömu sýningu nema á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu með Íslenska Dansflokknum. „Til þess að loka þessum þríleik sem ég hef verið með seinustu árin þá ákvað ég að hafa lokaverkið tvískipt. Annars vegar flugeldasýningu á Menningarnótt sem verður skotið upp af hjálparsveit skáta í Reykjavík og hins vegar með Íslenska Dansflokknum í Borgarleikhúsinu.“ segir Sigga en hún er að leggja lokahönd á undirbúning flugeldasýningarinnar. Flugeldunum verður skotið upp á fimm stöðum í miðbænum en það verður líklegast í síðasta skiptið sem slíkt verður gert þar sem mikið af nýjum byggingum mun rísa þar á næstunni. „Best er að sjá sýninguna frá Arnarhóli og eftir beygjunni á Geirsgötu að bílastæðinu á höfninni. Við verðum ekki með tónlist undir eins og í fyrra heldur ætlum við að leyfa sprengjuglyminum að sjá um það.“ Yfir 1.000 bombur verða sprengdar á laugardagskvöldið auk fjölda skotkaka. Á ákveðnum tímapunkti verksins verður mynduð þoka úr flugeldum í nágrenni skotstaðarins í Hörpugrunni. Þá munu áhorfendur verða beðnir um að kveikja á flassi á snjallsímum sínum og þannig mynda stjörnubjartan himin sem verður mikið sjónarspil enda hafa yfirleitt 80.000 manns verið viðstödd sýninguna. Sigga Soffía hafði lengi haft áhuga á flugeldum þegar hún var beðin um að stjórna sýningunni fyrir tveimur árum. „Ég hafði verið að grúska í þessu og var búin að kynna mér þetta áður en ég var beðin um að koma í kynningu. Þegar maður velur flugeldana þá horfir maður aðallega á kraftinn í þeim. Ég horfi á litinn, tímalengdina, hraðann, hvort þeir séu harðir og agressívir og margt fleira. Þetta er voða svipað og það sem maður leitar í dönsurum þegar maður semur dans.“ Bomburnar eru allar sérinnfluttar sýningarbombur sem eru mun öflugri en þær sem seldar eru í búðum hér fyrir áramót. Sigga fylgist vel með nýjustu flugeldunum sem eru sýndir í Japan á hverju ári. Hægt verður að fylgjast með undirbúningnum á Snapchat með því að fylgja vodafoneis. Tengdar fréttir Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00 Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Líkt og síðustu ár verður glæsileg flugeldasýning Vodafone á Menningarnótt til þess að enda dagskrána. Þriðja árið í röð verður Sigga Soffía listakona listrænn stjórnandi sýningarinnar en þetta verður í síðasta skiptið sem hún sinnir þessu hlutverki og mun verkið heita Stjörnubrim. Hún ætlar að fá áhorfendur til þess að taka þátt í herlegheitunum með því að kveikja á vasaljósunum á símunum sínum á ákveðnum tímapunkti. Í haust mun hún setja upp sömu sýningu nema á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu með Íslenska Dansflokknum. „Til þess að loka þessum þríleik sem ég hef verið með seinustu árin þá ákvað ég að hafa lokaverkið tvískipt. Annars vegar flugeldasýningu á Menningarnótt sem verður skotið upp af hjálparsveit skáta í Reykjavík og hins vegar með Íslenska Dansflokknum í Borgarleikhúsinu.“ segir Sigga en hún er að leggja lokahönd á undirbúning flugeldasýningarinnar. Flugeldunum verður skotið upp á fimm stöðum í miðbænum en það verður líklegast í síðasta skiptið sem slíkt verður gert þar sem mikið af nýjum byggingum mun rísa þar á næstunni. „Best er að sjá sýninguna frá Arnarhóli og eftir beygjunni á Geirsgötu að bílastæðinu á höfninni. Við verðum ekki með tónlist undir eins og í fyrra heldur ætlum við að leyfa sprengjuglyminum að sjá um það.“ Yfir 1.000 bombur verða sprengdar á laugardagskvöldið auk fjölda skotkaka. Á ákveðnum tímapunkti verksins verður mynduð þoka úr flugeldum í nágrenni skotstaðarins í Hörpugrunni. Þá munu áhorfendur verða beðnir um að kveikja á flassi á snjallsímum sínum og þannig mynda stjörnubjartan himin sem verður mikið sjónarspil enda hafa yfirleitt 80.000 manns verið viðstödd sýninguna. Sigga Soffía hafði lengi haft áhuga á flugeldum þegar hún var beðin um að stjórna sýningunni fyrir tveimur árum. „Ég hafði verið að grúska í þessu og var búin að kynna mér þetta áður en ég var beðin um að koma í kynningu. Þegar maður velur flugeldana þá horfir maður aðallega á kraftinn í þeim. Ég horfi á litinn, tímalengdina, hraðann, hvort þeir séu harðir og agressívir og margt fleira. Þetta er voða svipað og það sem maður leitar í dönsurum þegar maður semur dans.“ Bomburnar eru allar sérinnfluttar sýningarbombur sem eru mun öflugri en þær sem seldar eru í búðum hér fyrir áramót. Sigga fylgist vel með nýjustu flugeldunum sem eru sýndir í Japan á hverju ári. Hægt verður að fylgjast með undirbúningnum á Snapchat með því að fylgja vodafoneis.
Tengdar fréttir Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00 Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Hvetja til virkrar samveru á Menningarnótt Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna á Menningarnótt um næstu helgi en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. 16. ágúst 2015 12:00
Von á úrkomu á maraþonhlaupara og gesti Menningarnætur Vot afmælishátíð í vændum. 18. ágúst 2015 11:11
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein