Sport

Vilja skoða læknaskjöl frá 1996

Lance Armstrong.
Lance Armstrong. vísir/getty
Lögfræðingar Bandaríkjastjórnar eru ekki hættir að gera hjólreiðakappanum Lance Amrstrong lífið leitt.

Nú hafa þeir farið fram á að sjá læknaskjöl frá 1996 en þá var Armstrong greindur með krabbamein. Hann vann bug á krabbanum, kom til baka og vann Tour de France sjö sinnum í röð.

Lögfræðingana grunar að samsærið í kringum Armstrong sé stærra en áður var haldið. Þá grunar að læknar hafi komist að því árið 1996 að Armstrong væri að nota ólögleg efni en hafi ekki greint frá því.

Armstrong hefur viðurkennt að hafa notað ólögleg efni áður en hann veiktist. Því er ekki skritið að menn vilji kafa enn dýpra í málið.

Armstrong fékk milljónir frá bandarísku póstþjónustunni á sínum tíma og því er þetta mál á borði bandarískra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×