Fótbolti

Ari Freyr á skotskónum í Íslendingaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ari Freyr í leik með OB.
Ari Freyr í leik með OB. Vísir/Getty
Ari Freyr Skúlason, leikmaður OB, var á skotskónum í 2-2 jafntefli gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag en í leiknum mættust landsliðsbakverðirnir Ari Freyr og Theódór Elmar Bjarnason.

Báðir leikmenn byrjuðu leikinn og léku allar nítíu mínútur leiksins á miðjunni en Ari kom OB yfir í uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Georgíski framherjinn Mate Vatsadze náði að jafna metin fyrir AGF um miðbik seinni hálfleiks en hvorugu liði tókst að stela sigrinum á seinasta hálftímanum og lauk leiknum því með jafntefli.

Nýliðarnir í AGF sitja því áfram í 2. sæti taplausir með átta stig eftir fjóra leiki en OB er sætinu neðar með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×