Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2015 21:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04