Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2015 21:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04