Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólíkt hefst fólk að Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar Skoðun Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar Skoðun Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er enn tími… Svanhildur Bogadóttir skrifar Skoðun Fjárfesting í þágu barna Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun „Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Mörkin lögmannsstofa: Áskorun til núverandi stjórnarmanna Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Palestína, háskólar og (af)nýlenduvædd rými Jovana Pavlović skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun