Innlent

Lagarfoss í vandræðum

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/daníel
Varðskipið Þór er nú á leiðinni að flutningaskipinu Lagarfossi, sem er á reki um 70 sjómílur suðaustur af landinu eftir að stýrisbúnaður þess bilað þar í gærkvöldi. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og sendi Gæslan varðskipið til móts við það og verður Þór væntanlega kominn að Lagarfossi um klukkan hálf níu.

Þá verður taug komið á milli skipanna og heimferðin hefst, en ráðgert er að skipin verði komin til Reykjavíkur fyrir hádegi á morgun. Þokkalegt veður er á þessum slóðum og engin hætta á ferðum.

Lagarfoss var að koma úr skoðun ytra þar sem hluti stýrisbúnaðarins var endurnýjaður en útlit er fyrir að einhver mistök hafi verið gerð við verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×