Matarfíklar missa sig í stjórnleysi Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. júlí 2015 08:00 Matarfíkn eða ofátsröskun hefur nýlega verið viðurkennd sem sjúkdómur. Stór hluti þeirra sem eru í ofþyngd eru með svokallað lotuofát og taka átköst. Það á þó ekki við um alla feita. Margir segja matarfíkn vanda sem byggist á sömu rökum fíknar og áfengi og vímuefni.Reglurnar eru vandamálið „Okkar nálgun er sú að við lítum ekki á þetta sem matarfíkn, heldur óheilbrigt samband við mat. Slíkt getur orðið af ýmsum ástæðum,“ segir María Þóra Þorgeirsdóttir, sálfræðingur í átröskunarteymi Landspítalans. Hún segir stærsta áhættuþáttinn í því að þróa með sér átröskun vera megrun. „Það sem gerist í megrun er oft það að fólk fer að búa til ósveigjanlegar og strangar reglur. Að annaðhvort sé eitthvað í lagi, eða alls ekki. Þegar maður býr sér til slíkar reglur, þá oft eykst þráhyggjan um það sem má ekki. Maður fer meira að hugsa um súkkulaðið sem má alls ekki borða.“ Brjóta reglur og leita í öfga Hún segir átraskanir vera margs konar, en þegar fólk sé að glíma við átköst hafi það yfirleitt sett sér strangar reglur, um það sem má og má ekki borða, sé með langan bannlista. „Þegar fólk svo brýtur þessar reglur fer það yfir í öfgarnar, þar sem það hefur hvort sem er brotið þessar reglur og geti því allt eins misst sig í stjórnleysi.“ Þegar fólk kemur inn til ykkar og lýsir því yfir að það sé matarfíklar, hvað gerið þið þá? „Við byrjum á því að skoða mynstrið. Þá koma þessar reglur oft í ljós. Stjórnleysið gagnvart mat hefur svo oft áhrif á sjálfsmatið, fólki finnst það ömurlegt og ekki geta neitt. Þessi vanlíðan eykur oft á stjórnleysið. Það eru þessar reglur sem eru vandamálið. Við viljum að fólk hafi heilbrigð viðmið. Það er að segja, við borðum ekki súkkulaði í öll mál, en ef okkur langar virkilega í það er það allt í lagi.“ María segir reglurnar geti leitt til þess að fólk svelti sig en missi sig svo og borði of mikið. „Svo getur það tekið ákvörðun um að borða ekkert daginn eftir. En líkaminn og hugurinn kallar á næringu, og líkaminn kallar ekki á brokkólí þegar hann er sveltur heldur fljóta orku og þess vegna missir fólk sig í sykri og kolvetnaríkum mat. Við erum mikið í því að reyna að útrýma þessum reglum, eða milda þær til muna. Fólk má borða eitthvað gott.“Áföll oft að baki María segir aðra hluti oft liggja að baki átröskunum. „Það er þá tilfinningatengt át og vanlíðan. Af hverju er það að leita í mat? Það geta verið ýmsar ástæður fyrir fíkn, til dæmis alkóhólisma. Oft er það undirliggjandi vandi sem fólk er að medíkera með áfengi eða mat. Oft eru áföll þarna á bak við eða brotin sjálfsmynd. Það þarf að vinna í því að uppræta það og finna hjálplegri leiðir til þess að komast út úr vanlíðan. Þú getur ekki tekið út óheilbrigð bjargráð án þess að hafa önnur í staðinn.“Ekkert til sem er fullkomin stjórnHvað með 12 spora samtök, líkt og Grey Sheet Anonymous (GSA) og Overeaters Anonymous (OA)? „Það er alltaf gott að fólk finni eitthvað sem hjálpar. Ég held að fyrir manneskju sem upplifir stjórnleysi gagnvart mat sé oft ekki nóg að fjarlægja bara ákveðinn mat. Ég held að það sé ekki endilega hjálplegasta leiðin til að takast á við vandann. Það þarf að skoða af hverju maturinn er vandamál. Ég held að margir sem taki út fæðutegundir, sykur eða hveiti eða hvað sem er, séu svolítið á hnefanum. Ég þekki það úr minni vinnu að fólk sem fellur eftir að hafa lengi neitað sér um ákveðnar fæðutegundir upplifir sig enn stjórnlausari eftir fallið og með enn brotnari sjálfsmynd en áður.“ María segir fólk sem á í óheilbrigðu sambandi við mat geta verið af öllum stærðum og gerðum. „Stór hluti þeirra sem eru í ofþyngd eru með það sem heitir lotuofát, taka átköst. Það eru samt alls ekki allir í yfirþyngd sem glíma við það. Svo halda margir að til þess að vera með átröskun þurfi maður að vera mjög horaður, það er heldur ekki rétt.“ Okkar mottó er að það er allt leyfilegt í hófi. Þessi allt eða ekkert hugsun, hún er mjög slæm og leiðir til óhófs í hvora áttina sem er. Það að kljást við átröskun er mikil vinna og getur tekið tíma. Það þarf að meðhöndla þetta og þá ættirðu ekki að þurfa að hætta að borða ákveðinn mat. Matur er ekki vandamálið heldur viðhorfið, tilfinningarnar og hugsanirnar. Við viljum byggja upp manneskjuna, byggja upp sjálfsmynd hennar. Svo er ekki neitt til sem heitir fullkomin stjórn. Þá erum við aftur komin í þessar öfgar.“„Það er búið að bæta ofátsröskun inn í greiningarskilmerki DSM-V sem fjallar um geðraskanir og þar með viðurkenna hana sem sjúkdóm í læknavísindunum ásamt öðrum átröskunum,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir hjá Heilsuvernd. Byggir á sömu rökum og áfengisfíkn Hann segir marga þeirrar skoðunar að matarfíkn sé vandi sem byggi á sömu grundvallarrökum fíknar og eigi við um áfengi, vímuefni og þess háttar. „Rannsóknir staðfesta að sömu svæði heilans virðast virkjast við slíka fíkn og er því haldið fram að ákveðin efni séu verri en önnur. Sérstaklega er þá verið að horfa til einfaldra kolvetna en einnig fitu, þetta samhengi er þó enn á rannsóknarstigi í raun og umdeilt. Ljóst er að við skiljum þessa ferla ekki enn til hlítar.“ Hann segir hópa, sem halda því fram að þessi fíkn sé til, hafa verið til um margra ára skeið. „Þeir hinir sömu hafa talið að meðferðin eigi að byggja á sama grunni og við áfengisfíkn svo dæmi sé tekið, með AA-nálgun og 12 spora kerfi sem hefur vafalítið hjálpað mörgum, en eins og við aðra fíkn er hættan á því að falla alltaf til staðar.“Matarfíklar ekki endilega of feitir „Það er ákveðinn misskilningur að þeir sem þjáist af ofátsröskunum, matarfíkn eða hvaða nafni við viljum kalla það séu endilega of feitir. Margir ná að halda sér í kjörþyngd með þjálfun á móti eða eru erfðafræðilega betur í stakk búnir til að takast á við slíkan vanda og fitna síður,“ útskýrir Teitur og bætir við að samspil erfða, umhverfis og annarra slíkra þátta hafi áhrif á þróun offitu sem sértæks vanda. Pössum okkur á fitufordómum „Þeir sem glíma við offitu eru líklegri til að þróa með sér svokallaða lífsstílssjúkdóma en aðrir með tímanum, það er þó ekki neitt línulegt samhengi á milli heilbrigðis og líkamsþyngdar í raun, mun fleiri þættir spila þar inn í og er vert að passa sig á fitufordómum sem grundvallast á útliti einu saman.“ Teitur segir þá nálgun á vanda sem felst í fíkn, ofáti, offitu og andlegum eða líkamlegum birtingarmyndum felast alltaf í þverfaglegri nálgun. „Einfaldar lausnir við flóknum vanda duga sjaldnast og þessi eina pilla eða eina meðferð sem virkar er ekki til í dag, því miður. Það gildir jafnt um megrunarkúra, skurðaðgerðir eða annað viðlíka þó hvert um sig geti vissulega haft einhver áhrif. Í dag er talið að það að hafa innsæi í vanda sinn, að bregðast við honum, leita sér aðstoðar og iðulega breyting á lífsstíl sé líklegust til árangurs þegar til lengri tíma er litið.“Ertu þú matarfíkill?1. Notar þú stundum mat, skyndibita, sælgæti til að „fylla upp í tómarúm“ þegar þér leiðist eða þú ert einmana? 2. Borðar þú stundum meira en þú ætlaðir þér? 3. Hefur neysla þín á mat, skyndibita eða sælgæti aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum? 4. Eyðir þú stundum meiri fjármunum í mat, skyndibita eða sælgæti en þú ættir að gera? 5. Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits? 6. Gerir þú lítið úr áti þínu með því að segja öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það? 7. Hefur þú beitt þig hörðu og fastað eða fara í stranga megrun til að sýna að þú hafir stjórn á vandanum? 8. Hefur þú byrjað í eða ætlað að byrja í átaki þrisvar eða oftar á síðastliðnum 6 mánuðum? 9. Heldur þú áfram að borða ákveðna fæðuflokka vegna þeirrar fróunar sem þeir veita þér, jafnvel þó þú vitir að þeir séu skaðlegir fyrir þig? 10. Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira þegar þú ert undir miklu álagi? 11. Finnst þér að ástæðurnar fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu? *Spurningalistinn er tekinn af heimasíðu MFM – Meðferðar- og fræðslumiðstöðvar vegna matarfíknar og átraskana Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Matarfíkn eða ofátsröskun hefur nýlega verið viðurkennd sem sjúkdómur. Stór hluti þeirra sem eru í ofþyngd eru með svokallað lotuofát og taka átköst. Það á þó ekki við um alla feita. Margir segja matarfíkn vanda sem byggist á sömu rökum fíknar og áfengi og vímuefni.Reglurnar eru vandamálið „Okkar nálgun er sú að við lítum ekki á þetta sem matarfíkn, heldur óheilbrigt samband við mat. Slíkt getur orðið af ýmsum ástæðum,“ segir María Þóra Þorgeirsdóttir, sálfræðingur í átröskunarteymi Landspítalans. Hún segir stærsta áhættuþáttinn í því að þróa með sér átröskun vera megrun. „Það sem gerist í megrun er oft það að fólk fer að búa til ósveigjanlegar og strangar reglur. Að annaðhvort sé eitthvað í lagi, eða alls ekki. Þegar maður býr sér til slíkar reglur, þá oft eykst þráhyggjan um það sem má ekki. Maður fer meira að hugsa um súkkulaðið sem má alls ekki borða.“ Brjóta reglur og leita í öfga Hún segir átraskanir vera margs konar, en þegar fólk sé að glíma við átköst hafi það yfirleitt sett sér strangar reglur, um það sem má og má ekki borða, sé með langan bannlista. „Þegar fólk svo brýtur þessar reglur fer það yfir í öfgarnar, þar sem það hefur hvort sem er brotið þessar reglur og geti því allt eins misst sig í stjórnleysi.“ Þegar fólk kemur inn til ykkar og lýsir því yfir að það sé matarfíklar, hvað gerið þið þá? „Við byrjum á því að skoða mynstrið. Þá koma þessar reglur oft í ljós. Stjórnleysið gagnvart mat hefur svo oft áhrif á sjálfsmatið, fólki finnst það ömurlegt og ekki geta neitt. Þessi vanlíðan eykur oft á stjórnleysið. Það eru þessar reglur sem eru vandamálið. Við viljum að fólk hafi heilbrigð viðmið. Það er að segja, við borðum ekki súkkulaði í öll mál, en ef okkur langar virkilega í það er það allt í lagi.“ María segir reglurnar geti leitt til þess að fólk svelti sig en missi sig svo og borði of mikið. „Svo getur það tekið ákvörðun um að borða ekkert daginn eftir. En líkaminn og hugurinn kallar á næringu, og líkaminn kallar ekki á brokkólí þegar hann er sveltur heldur fljóta orku og þess vegna missir fólk sig í sykri og kolvetnaríkum mat. Við erum mikið í því að reyna að útrýma þessum reglum, eða milda þær til muna. Fólk má borða eitthvað gott.“Áföll oft að baki María segir aðra hluti oft liggja að baki átröskunum. „Það er þá tilfinningatengt át og vanlíðan. Af hverju er það að leita í mat? Það geta verið ýmsar ástæður fyrir fíkn, til dæmis alkóhólisma. Oft er það undirliggjandi vandi sem fólk er að medíkera með áfengi eða mat. Oft eru áföll þarna á bak við eða brotin sjálfsmynd. Það þarf að vinna í því að uppræta það og finna hjálplegri leiðir til þess að komast út úr vanlíðan. Þú getur ekki tekið út óheilbrigð bjargráð án þess að hafa önnur í staðinn.“Ekkert til sem er fullkomin stjórnHvað með 12 spora samtök, líkt og Grey Sheet Anonymous (GSA) og Overeaters Anonymous (OA)? „Það er alltaf gott að fólk finni eitthvað sem hjálpar. Ég held að fyrir manneskju sem upplifir stjórnleysi gagnvart mat sé oft ekki nóg að fjarlægja bara ákveðinn mat. Ég held að það sé ekki endilega hjálplegasta leiðin til að takast á við vandann. Það þarf að skoða af hverju maturinn er vandamál. Ég held að margir sem taki út fæðutegundir, sykur eða hveiti eða hvað sem er, séu svolítið á hnefanum. Ég þekki það úr minni vinnu að fólk sem fellur eftir að hafa lengi neitað sér um ákveðnar fæðutegundir upplifir sig enn stjórnlausari eftir fallið og með enn brotnari sjálfsmynd en áður.“ María segir fólk sem á í óheilbrigðu sambandi við mat geta verið af öllum stærðum og gerðum. „Stór hluti þeirra sem eru í ofþyngd eru með það sem heitir lotuofát, taka átköst. Það eru samt alls ekki allir í yfirþyngd sem glíma við það. Svo halda margir að til þess að vera með átröskun þurfi maður að vera mjög horaður, það er heldur ekki rétt.“ Okkar mottó er að það er allt leyfilegt í hófi. Þessi allt eða ekkert hugsun, hún er mjög slæm og leiðir til óhófs í hvora áttina sem er. Það að kljást við átröskun er mikil vinna og getur tekið tíma. Það þarf að meðhöndla þetta og þá ættirðu ekki að þurfa að hætta að borða ákveðinn mat. Matur er ekki vandamálið heldur viðhorfið, tilfinningarnar og hugsanirnar. Við viljum byggja upp manneskjuna, byggja upp sjálfsmynd hennar. Svo er ekki neitt til sem heitir fullkomin stjórn. Þá erum við aftur komin í þessar öfgar.“„Það er búið að bæta ofátsröskun inn í greiningarskilmerki DSM-V sem fjallar um geðraskanir og þar með viðurkenna hana sem sjúkdóm í læknavísindunum ásamt öðrum átröskunum,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir hjá Heilsuvernd. Byggir á sömu rökum og áfengisfíkn Hann segir marga þeirrar skoðunar að matarfíkn sé vandi sem byggi á sömu grundvallarrökum fíknar og eigi við um áfengi, vímuefni og þess háttar. „Rannsóknir staðfesta að sömu svæði heilans virðast virkjast við slíka fíkn og er því haldið fram að ákveðin efni séu verri en önnur. Sérstaklega er þá verið að horfa til einfaldra kolvetna en einnig fitu, þetta samhengi er þó enn á rannsóknarstigi í raun og umdeilt. Ljóst er að við skiljum þessa ferla ekki enn til hlítar.“ Hann segir hópa, sem halda því fram að þessi fíkn sé til, hafa verið til um margra ára skeið. „Þeir hinir sömu hafa talið að meðferðin eigi að byggja á sama grunni og við áfengisfíkn svo dæmi sé tekið, með AA-nálgun og 12 spora kerfi sem hefur vafalítið hjálpað mörgum, en eins og við aðra fíkn er hættan á því að falla alltaf til staðar.“Matarfíklar ekki endilega of feitir „Það er ákveðinn misskilningur að þeir sem þjáist af ofátsröskunum, matarfíkn eða hvaða nafni við viljum kalla það séu endilega of feitir. Margir ná að halda sér í kjörþyngd með þjálfun á móti eða eru erfðafræðilega betur í stakk búnir til að takast á við slíkan vanda og fitna síður,“ útskýrir Teitur og bætir við að samspil erfða, umhverfis og annarra slíkra þátta hafi áhrif á þróun offitu sem sértæks vanda. Pössum okkur á fitufordómum „Þeir sem glíma við offitu eru líklegri til að þróa með sér svokallaða lífsstílssjúkdóma en aðrir með tímanum, það er þó ekki neitt línulegt samhengi á milli heilbrigðis og líkamsþyngdar í raun, mun fleiri þættir spila þar inn í og er vert að passa sig á fitufordómum sem grundvallast á útliti einu saman.“ Teitur segir þá nálgun á vanda sem felst í fíkn, ofáti, offitu og andlegum eða líkamlegum birtingarmyndum felast alltaf í þverfaglegri nálgun. „Einfaldar lausnir við flóknum vanda duga sjaldnast og þessi eina pilla eða eina meðferð sem virkar er ekki til í dag, því miður. Það gildir jafnt um megrunarkúra, skurðaðgerðir eða annað viðlíka þó hvert um sig geti vissulega haft einhver áhrif. Í dag er talið að það að hafa innsæi í vanda sinn, að bregðast við honum, leita sér aðstoðar og iðulega breyting á lífsstíl sé líklegust til árangurs þegar til lengri tíma er litið.“Ertu þú matarfíkill?1. Notar þú stundum mat, skyndibita, sælgæti til að „fylla upp í tómarúm“ þegar þér leiðist eða þú ert einmana? 2. Borðar þú stundum meira en þú ætlaðir þér? 3. Hefur neysla þín á mat, skyndibita eða sælgæti aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum? 4. Eyðir þú stundum meiri fjármunum í mat, skyndibita eða sælgæti en þú ættir að gera? 5. Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits? 6. Gerir þú lítið úr áti þínu með því að segja öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það? 7. Hefur þú beitt þig hörðu og fastað eða fara í stranga megrun til að sýna að þú hafir stjórn á vandanum? 8. Hefur þú byrjað í eða ætlað að byrja í átaki þrisvar eða oftar á síðastliðnum 6 mánuðum? 9. Heldur þú áfram að borða ákveðna fæðuflokka vegna þeirrar fróunar sem þeir veita þér, jafnvel þó þú vitir að þeir séu skaðlegir fyrir þig? 10. Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira þegar þú ert undir miklu álagi? 11. Finnst þér að ástæðurnar fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu? *Spurningalistinn er tekinn af heimasíðu MFM – Meðferðar- og fræðslumiðstöðvar vegna matarfíknar og átraskana
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira