Innlent

Átján hjóla umferðaróhapp í Ártúnsbrekku

Bjarki Ármannsson skrifar
Lokunin mun standa í eina eða tvær klukkustundir.
Lokunin mun standa í eina eða tvær klukkustundir. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Ártúnsbrekka er lokuð til austurs vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er fyrirséð að lokunin muni standa í eina eða tvær klukkustundir.

Lokunin stafar vegna átján hjóla flutningabíls sem fór á hliðina. Bíllinn flutti möl, sem þekur nú stóran hluta vegarins. Bílstjórinn leitaði sér aðstoðar á slysadeild en er ekki talinn alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×