Innlent

Opnað í Ártúnsbrekku í hádeginu

Bjarki Ármannsson skrifar
Unnið er að því að færa bílinn upp á pallbíl og flytja hann burt.
Unnið er að því að færa bílinn upp á pallbíl og flytja hann burt. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Unnið er að því að færa átján hjóla flutningabíl sem fór á hliðina í Ártúnsbrekku í morgun upp á pallbíl og flytja hann burt. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglu er stefnt að því að opna veginn til austurs á ný um klukkan tólf, en vegurinn hefur verið lokaður í um tvær klukkustundir.

Bíllinn flutti möl, sem þekur stóran hluta vegarins eftir slysið. Hægt verður að opna fyrir umferð á ný þegar bíllinn hefur verið fluttur burt og mölin skoluð af veginum. Ökumaður bílsins leitaði sér aðstoðar á slysadeild en er ekki talinn alvarlega slasaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×