„Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögnunum var leynt“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 18:34 Ólafur Stephensen og Ari Edwald. Vísir „MS var beðin um gögn en afhenti ekki Samkeppniseftirlitinu gögn sem voru til,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í svari við fréttatilkynningu Ara Edwalds, forstjóra Mjólkursamsölunnar, þar sem Ólafur var sakaður um „vítaverð ummæli“ og að byggja málflutning sinn ekki á staðreyndum. Ólafur hafði sagt MS leyna gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu en því hafnaði Ari Edwald. Ólafur hefur nú svarað Ara þar sem hann vitnar í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því í desember síðastliðnum, um samkeppnismálið, en þar sagði Samkeppniseftirlitið MS hafa lagt fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008. Samkeppniseftirlitið sagði MS aldrei hafa vísað til eða greint eftirlitinu frá þessum samningi við rannsókn málsins þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir skýringum og gögnum frá MS. „Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögnunum var leynt. Málflutningur forstjóra MS dæmir sig sjálfur í ljósi þessara staðreynda málsins,“ segir Ólafur en svar hans má lesa í heild hér fyrir neðan:Í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins í desember síðastliðnum um samkeppnismálið, sem hér um ræðir, kom eftirfarandi fram.„Fyrir áfrýjunarnefnd lagði MS í fyrsta sinn fram tiltekið gagn, samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008. Undir rannsókn málsins hafði MS aldrei vísað til eða greint Samkeppniseftirlitinu frá þessum samningi, þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hefði ítrekað óskað eftir skýringum og gögnum frá MS vegna umræddrar verðlagningar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir um þetta:„Þótt ekki hafi komið haldbærar skýringar á því hjá áfrýjanda hvers vegna bæði samningurinn hafi ekki verið lagður fram við meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu né grundvallargögn um efndir hans og uppgjör hjá áfrýjunarnefndinni telur nefndin sér skylt á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar að koma málinu í þann farveg að upplýst sé um þessi atriði. Við munnlegan málflutning skýrðist málið ekki frekar að þessu leyti. Við svo búið telur áfrýjunarnefndin sér ekki unnt að taka efnislega afstöðu til málsins. Verður því ekki komist hjá því að ógilda hinn kærða úrskurð Samkeppniseftirlitsins og leggja fyrir eftirlitið að taka á ný afstöðu til málsins að undangenginni frekari rannsókn og að fengnum sjónarmiðum er varða þýðingu samningsins á milli áfrýjanda og KS frá 15. júlí 2008, uppgjöri á milli aðila hans og efndum á því tímabili sem meint brotastarfsemi stóð yfir.“Samkeppniseftirlitið mun í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar taka málið aftur til meðferðar. Jafnframt mun Samkeppniseftirlitið taka til rannsóknar hvaða ástæður liggja fyrir því að umræddur samningur var ekki lagður fyrir eftirlitið við rannsókn málsins, en viðurlög geta legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu við rannsókn máls.“Um þetta þarf ekki að hafa mikið fleiri orð. MS var beðin um gögn en afhenti ekki Samkeppniseftirlitinu gögn sem voru til. Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd komu ekki fram haldbærar skýringar á því að gögnunum hefði verið leynt fyrir stjórnvaldinu. Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögnunum var leynt. Málflutningur forstjóra MS dæmir sig sjálfur í ljósi þessara staðreynda málsins. Tengdar fréttir Ummæli Ólafs Stephensen „vítaverð“ að mati forstjóra MS Mjólkursamsalan hafnar því að hafa leynt gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu, eins og sagt var í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda í gær. 24. júlí 2015 16:05 Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir harðlega samþykkt Alþingis sem festir í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. 6. júlí 2015 16:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„MS var beðin um gögn en afhenti ekki Samkeppniseftirlitinu gögn sem voru til,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í svari við fréttatilkynningu Ara Edwalds, forstjóra Mjólkursamsölunnar, þar sem Ólafur var sakaður um „vítaverð ummæli“ og að byggja málflutning sinn ekki á staðreyndum. Ólafur hafði sagt MS leyna gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu en því hafnaði Ari Edwald. Ólafur hefur nú svarað Ara þar sem hann vitnar í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því í desember síðastliðnum, um samkeppnismálið, en þar sagði Samkeppniseftirlitið MS hafa lagt fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008. Samkeppniseftirlitið sagði MS aldrei hafa vísað til eða greint eftirlitinu frá þessum samningi við rannsókn málsins þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir skýringum og gögnum frá MS. „Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögnunum var leynt. Málflutningur forstjóra MS dæmir sig sjálfur í ljósi þessara staðreynda málsins,“ segir Ólafur en svar hans má lesa í heild hér fyrir neðan:Í fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitsins í desember síðastliðnum um samkeppnismálið, sem hér um ræðir, kom eftirfarandi fram.„Fyrir áfrýjunarnefnd lagði MS í fyrsta sinn fram tiltekið gagn, samning við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008. Undir rannsókn málsins hafði MS aldrei vísað til eða greint Samkeppniseftirlitinu frá þessum samningi, þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hefði ítrekað óskað eftir skýringum og gögnum frá MS vegna umræddrar verðlagningar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir um þetta:„Þótt ekki hafi komið haldbærar skýringar á því hjá áfrýjanda hvers vegna bæði samningurinn hafi ekki verið lagður fram við meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu né grundvallargögn um efndir hans og uppgjör hjá áfrýjunarnefndinni telur nefndin sér skylt á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar að koma málinu í þann farveg að upplýst sé um þessi atriði. Við munnlegan málflutning skýrðist málið ekki frekar að þessu leyti. Við svo búið telur áfrýjunarnefndin sér ekki unnt að taka efnislega afstöðu til málsins. Verður því ekki komist hjá því að ógilda hinn kærða úrskurð Samkeppniseftirlitsins og leggja fyrir eftirlitið að taka á ný afstöðu til málsins að undangenginni frekari rannsókn og að fengnum sjónarmiðum er varða þýðingu samningsins á milli áfrýjanda og KS frá 15. júlí 2008, uppgjöri á milli aðila hans og efndum á því tímabili sem meint brotastarfsemi stóð yfir.“Samkeppniseftirlitið mun í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar taka málið aftur til meðferðar. Jafnframt mun Samkeppniseftirlitið taka til rannsóknar hvaða ástæður liggja fyrir því að umræddur samningur var ekki lagður fyrir eftirlitið við rannsókn málsins, en viðurlög geta legið við því að halda upplýsingum frá eftirlitinu við rannsókn máls.“Um þetta þarf ekki að hafa mikið fleiri orð. MS var beðin um gögn en afhenti ekki Samkeppniseftirlitinu gögn sem voru til. Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd komu ekki fram haldbærar skýringar á því að gögnunum hefði verið leynt fyrir stjórnvaldinu. Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögnunum var leynt. Málflutningur forstjóra MS dæmir sig sjálfur í ljósi þessara staðreynda málsins.
Tengdar fréttir Ummæli Ólafs Stephensen „vítaverð“ að mati forstjóra MS Mjólkursamsalan hafnar því að hafa leynt gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu, eins og sagt var í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda í gær. 24. júlí 2015 16:05 Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir harðlega samþykkt Alþingis sem festir í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. 6. júlí 2015 16:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Ummæli Ólafs Stephensen „vítaverð“ að mati forstjóra MS Mjólkursamsalan hafnar því að hafa leynt gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu, eins og sagt var í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda í gær. 24. júlí 2015 16:05
Segir brotið á rétti neytenda og reynt að hylma yfir brotið Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir harðlega samþykkt Alþingis sem festir í sessi núverandi fyrirkomulag útboðs á innflutningskvóta fyrir búvörur. 6. júlí 2015 16:51