Innlent

Reyndi að stinga lögreglu af á sundi

Bjarki Ármannsson skrifar
Drengurinn hljóp út í sjó við Geirsnef í Reykjavík.
Drengurinn hljóp út í sjó við Geirsnef í Reykjavík. Vísir/Loftmyndir.is
Lögregla veitti bifreið eftirför í Ártúnsbrekku á sjötta tímanum í nótt eftir að tilkynningar höfðu borist um að ökumaður bílsins, tæplega tvítugur drengur, væri ölvaður og hefði ítrekað ekið á móti rauðu ljósi.

Að sögn lögreglu sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum en ók rakleitt í átt að Geirsnefi. Þar nam hann staðar, hljóp út í sjó og hugðist synda á brott. Lögreglumenn kölluðu til drengsins og skoruðu á hann að snúa að landi, sem hann gerði að lokum.

Drengurinn var í kjölfarið færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku og þarf að sofa úr sér ölvunina í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×