„Ótrúlegt að bíllinn skuli hafa getað gufað upp á augabragði“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 23:10 Bíllinn er af gerðinni Subaru Forester en Birna hafði fengið hann að láni í gærkvöldi. mynd/Birna hafliðadóttir Óprúttnir aðilar þurfa oft ekki langan tíma til að láta til skarar skríða. Því fékk Birna Hafliðadóttir að kynnast í gærkvöldi en hún varð fyrir því óláni að bíl foreldra hennar, sem hún var með í láni, var stolið laust fyrir miðnætti við Gerðuberg í Breiðholti. Í samtali við Vísi segir Birna að hún hafi lagt bílnum í tæplega tvær mínútur við menningarmiðstöðina meðan hún heilsaði upp á kunningja sinn sem var þar á kvöldgöngu. „Ég ákveð þarna að kasta á hann kveðju, legg bílnum og kalla á hann. Hann var með heyrnartól í eyrunum þannig að hann heyrði ekki neitt svo að ég stekk út úr bílnum, fyrir horn og pikka í hann,“ segir Birna. Þau hafi rétt náð að skiptast á kveðjum áður en Birna fór að hafa áhyggjur af bílnum en hún hafði geymt lyklana í skránni áður en hún stökk út – enda hafi henni ekki grunað að nokkur maður myndi hafa það í sér að stela bílnum. Því hafi hún hlaupið aftur að bílastæðinu en þegar þangað var komið var bíllinn á bak og burt.Jepplingurinn er perluhvítur að lit.mynd/birna„Bíllinn var kannski ekki í sjónlínu en það sem skiptir meira máli var að ég heyrði hann ekki einu sinni keyra í burtu. Það er ótrúlegt að bíllinn skuli bara hafa getað gufað svona upp á einu augabragði,“ segir Birna gáttuð. Birna gerði lögreglunni viðvart um leið og hún sá hvernig í pottinn var búið og tóku lögreglumenn skýrslu af henni strax í gærkvöldi. Bíllinn er af gerðinni Subara Forester og er 2013 árgerð. Bílnúmerið er ZK-E36 og hefur Birna eytt deginum í dag í að dreifa myndum af bílnum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og bland.is, ásamt því að keyra vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið í leit að bílnum. Hún segir að synir hennar þrír hafi kvartað sárann yfir leit móður sinnar í dag en hún þakkar þó fyrir að þeir hafi ekki verið með í för í gærkvöldi. Þá hafi einnig verið mikil mildi að tík hennar, hin þriggja mánaða gamla Tóta, hafi orðið eftir heima. „Því annars hefði hún án efa verið í bílnum og hver veit hvar hún væri þá niðurkomin,“ segir Birna. Hún vonar að fólk geti haft opin augun með bílnum og telji einhver sig hafa séð jepplinginn má sá hinn sami hafa samband við Birnu, hvort sem það er á Facebook eða í síma 820-5453.ATH! kæru facebook vinir, bíllinn okkar er enn EKKI kominn í leitirnar :(Perluhvítum subaru forrester jeppling var...Posted by Birna Hafliðadóttir on Monday, 27 July 2015 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Óprúttnir aðilar þurfa oft ekki langan tíma til að láta til skarar skríða. Því fékk Birna Hafliðadóttir að kynnast í gærkvöldi en hún varð fyrir því óláni að bíl foreldra hennar, sem hún var með í láni, var stolið laust fyrir miðnætti við Gerðuberg í Breiðholti. Í samtali við Vísi segir Birna að hún hafi lagt bílnum í tæplega tvær mínútur við menningarmiðstöðina meðan hún heilsaði upp á kunningja sinn sem var þar á kvöldgöngu. „Ég ákveð þarna að kasta á hann kveðju, legg bílnum og kalla á hann. Hann var með heyrnartól í eyrunum þannig að hann heyrði ekki neitt svo að ég stekk út úr bílnum, fyrir horn og pikka í hann,“ segir Birna. Þau hafi rétt náð að skiptast á kveðjum áður en Birna fór að hafa áhyggjur af bílnum en hún hafði geymt lyklana í skránni áður en hún stökk út – enda hafi henni ekki grunað að nokkur maður myndi hafa það í sér að stela bílnum. Því hafi hún hlaupið aftur að bílastæðinu en þegar þangað var komið var bíllinn á bak og burt.Jepplingurinn er perluhvítur að lit.mynd/birna„Bíllinn var kannski ekki í sjónlínu en það sem skiptir meira máli var að ég heyrði hann ekki einu sinni keyra í burtu. Það er ótrúlegt að bíllinn skuli bara hafa getað gufað svona upp á einu augabragði,“ segir Birna gáttuð. Birna gerði lögreglunni viðvart um leið og hún sá hvernig í pottinn var búið og tóku lögreglumenn skýrslu af henni strax í gærkvöldi. Bíllinn er af gerðinni Subara Forester og er 2013 árgerð. Bílnúmerið er ZK-E36 og hefur Birna eytt deginum í dag í að dreifa myndum af bílnum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og bland.is, ásamt því að keyra vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið í leit að bílnum. Hún segir að synir hennar þrír hafi kvartað sárann yfir leit móður sinnar í dag en hún þakkar þó fyrir að þeir hafi ekki verið með í för í gærkvöldi. Þá hafi einnig verið mikil mildi að tík hennar, hin þriggja mánaða gamla Tóta, hafi orðið eftir heima. „Því annars hefði hún án efa verið í bílnum og hver veit hvar hún væri þá niðurkomin,“ segir Birna. Hún vonar að fólk geti haft opin augun með bílnum og telji einhver sig hafa séð jepplinginn má sá hinn sami hafa samband við Birnu, hvort sem það er á Facebook eða í síma 820-5453.ATH! kæru facebook vinir, bíllinn okkar er enn EKKI kominn í leitirnar :(Perluhvítum subaru forrester jeppling var...Posted by Birna Hafliðadóttir on Monday, 27 July 2015
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira