„Ótrúlegt að bíllinn skuli hafa getað gufað upp á augabragði“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2015 23:10 Bíllinn er af gerðinni Subaru Forester en Birna hafði fengið hann að láni í gærkvöldi. mynd/Birna hafliðadóttir Óprúttnir aðilar þurfa oft ekki langan tíma til að láta til skarar skríða. Því fékk Birna Hafliðadóttir að kynnast í gærkvöldi en hún varð fyrir því óláni að bíl foreldra hennar, sem hún var með í láni, var stolið laust fyrir miðnætti við Gerðuberg í Breiðholti. Í samtali við Vísi segir Birna að hún hafi lagt bílnum í tæplega tvær mínútur við menningarmiðstöðina meðan hún heilsaði upp á kunningja sinn sem var þar á kvöldgöngu. „Ég ákveð þarna að kasta á hann kveðju, legg bílnum og kalla á hann. Hann var með heyrnartól í eyrunum þannig að hann heyrði ekki neitt svo að ég stekk út úr bílnum, fyrir horn og pikka í hann,“ segir Birna. Þau hafi rétt náð að skiptast á kveðjum áður en Birna fór að hafa áhyggjur af bílnum en hún hafði geymt lyklana í skránni áður en hún stökk út – enda hafi henni ekki grunað að nokkur maður myndi hafa það í sér að stela bílnum. Því hafi hún hlaupið aftur að bílastæðinu en þegar þangað var komið var bíllinn á bak og burt.Jepplingurinn er perluhvítur að lit.mynd/birna„Bíllinn var kannski ekki í sjónlínu en það sem skiptir meira máli var að ég heyrði hann ekki einu sinni keyra í burtu. Það er ótrúlegt að bíllinn skuli bara hafa getað gufað svona upp á einu augabragði,“ segir Birna gáttuð. Birna gerði lögreglunni viðvart um leið og hún sá hvernig í pottinn var búið og tóku lögreglumenn skýrslu af henni strax í gærkvöldi. Bíllinn er af gerðinni Subara Forester og er 2013 árgerð. Bílnúmerið er ZK-E36 og hefur Birna eytt deginum í dag í að dreifa myndum af bílnum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og bland.is, ásamt því að keyra vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið í leit að bílnum. Hún segir að synir hennar þrír hafi kvartað sárann yfir leit móður sinnar í dag en hún þakkar þó fyrir að þeir hafi ekki verið með í för í gærkvöldi. Þá hafi einnig verið mikil mildi að tík hennar, hin þriggja mánaða gamla Tóta, hafi orðið eftir heima. „Því annars hefði hún án efa verið í bílnum og hver veit hvar hún væri þá niðurkomin,“ segir Birna. Hún vonar að fólk geti haft opin augun með bílnum og telji einhver sig hafa séð jepplinginn má sá hinn sami hafa samband við Birnu, hvort sem það er á Facebook eða í síma 820-5453.ATH! kæru facebook vinir, bíllinn okkar er enn EKKI kominn í leitirnar :(Perluhvítum subaru forrester jeppling var...Posted by Birna Hafliðadóttir on Monday, 27 July 2015 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Óprúttnir aðilar þurfa oft ekki langan tíma til að láta til skarar skríða. Því fékk Birna Hafliðadóttir að kynnast í gærkvöldi en hún varð fyrir því óláni að bíl foreldra hennar, sem hún var með í láni, var stolið laust fyrir miðnætti við Gerðuberg í Breiðholti. Í samtali við Vísi segir Birna að hún hafi lagt bílnum í tæplega tvær mínútur við menningarmiðstöðina meðan hún heilsaði upp á kunningja sinn sem var þar á kvöldgöngu. „Ég ákveð þarna að kasta á hann kveðju, legg bílnum og kalla á hann. Hann var með heyrnartól í eyrunum þannig að hann heyrði ekki neitt svo að ég stekk út úr bílnum, fyrir horn og pikka í hann,“ segir Birna. Þau hafi rétt náð að skiptast á kveðjum áður en Birna fór að hafa áhyggjur af bílnum en hún hafði geymt lyklana í skránni áður en hún stökk út – enda hafi henni ekki grunað að nokkur maður myndi hafa það í sér að stela bílnum. Því hafi hún hlaupið aftur að bílastæðinu en þegar þangað var komið var bíllinn á bak og burt.Jepplingurinn er perluhvítur að lit.mynd/birna„Bíllinn var kannski ekki í sjónlínu en það sem skiptir meira máli var að ég heyrði hann ekki einu sinni keyra í burtu. Það er ótrúlegt að bíllinn skuli bara hafa getað gufað svona upp á einu augabragði,“ segir Birna gáttuð. Birna gerði lögreglunni viðvart um leið og hún sá hvernig í pottinn var búið og tóku lögreglumenn skýrslu af henni strax í gærkvöldi. Bíllinn er af gerðinni Subara Forester og er 2013 árgerð. Bílnúmerið er ZK-E36 og hefur Birna eytt deginum í dag í að dreifa myndum af bílnum á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, svo sem Facebook og bland.is, ásamt því að keyra vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið í leit að bílnum. Hún segir að synir hennar þrír hafi kvartað sárann yfir leit móður sinnar í dag en hún þakkar þó fyrir að þeir hafi ekki verið með í för í gærkvöldi. Þá hafi einnig verið mikil mildi að tík hennar, hin þriggja mánaða gamla Tóta, hafi orðið eftir heima. „Því annars hefði hún án efa verið í bílnum og hver veit hvar hún væri þá niðurkomin,“ segir Birna. Hún vonar að fólk geti haft opin augun með bílnum og telji einhver sig hafa séð jepplinginn má sá hinn sami hafa samband við Birnu, hvort sem það er á Facebook eða í síma 820-5453.ATH! kæru facebook vinir, bíllinn okkar er enn EKKI kominn í leitirnar :(Perluhvítum subaru forrester jeppling var...Posted by Birna Hafliðadóttir on Monday, 27 July 2015
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira