Innlent

Eldur kom upp á almenningssalerni hjá Vinnumálastofnun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slökkviliðið var kallað út til að aðstoða við að reykræsta.
Slökkviliðið var kallað út til að aðstoða við að reykræsta. mynd/jón aðalsteinn
Eldur kom upp í húsnæði Vinnumálastofnunar í Kringlunni á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kom upp eldur sem starfsfólki stofnunarinnar tókst að slökkva en þau óskuðu eftir aðstoð slökkviliðsins við að reykræsta hæðina þar sem eldurinn kom upp.

Eftir því sem Vísir kemst næst kom eldurinn upp inni á almenningssalerni sem staðsett er á 1. hæð hússins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×