Innlent

Mæla gegn því að fólk ferðist til Túnis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fólksins sem féll var minnst á ströndinni í Sousse.
Fólksins sem féll var minnst á ströndinni í Sousse. vísir/epa
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum alfarið frá ferðalögum til Túnis að svo stöddu vegna ótryggs ástands þar í landi og hættu á hryðjuverkum. Ráðuneytið ráðleggur fólki að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna og Bretlands, þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara.

Í lok síðasta mánaðar létust 38 og jafnmargir særðust er tveir menn gengu um sólarströnd í Sousse með Kalashnikov-riffla og skutu á baðgesti strandarinnar. Flestir þeirra sem létust voru Bretar en einnig féll fólk frá Írlandi, Þýskalandi, Belgíu, Rússlandi og Portúgal.

Í mars létust nítján er tveir menn réðust inn í safn í höfuðborg landsins og hófu þar skothríð. Þar af voru sautján erlendir ferðamenn. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu í kjölfar árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×