Innlent

Dyravörður bitinn í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/hari
Karlmaður var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás á veitingahúsi við Laugaveg. Hann er talinn hafa bitið dyravörð. Maðurinn var vistaður í fangageymslur og verður yfirheyrður þegar ástand hans lagast.

Lögreglan hafði einnig afskipti af manni á heimili í Garðabæ vegna gruns um vörslu og ræktun fíkniefna. Lagt var hald á plöntur og ætluð fíkni. Þá voru níu ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×