Innlent

Bækur borgarinnar fyrir opnum dyrum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ný upplýsingastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarráðs 9. júlí. Hún var unnin af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og tekur við af eldri stefnu frá árinu 2000.
Ný upplýsingastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarráðs 9. júlí. Hún var unnin af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og tekur við af eldri stefnu frá árinu 2000. vísir/anton brink
Borgarráð hefur samþykkt nýja upplýsingastefnu sem byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi Reykjavíkurborgar. Henni er ætlað að gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við borgarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari, að því er fram segir á vef borgarinnar.

Til að tryggja að meginmarkmið stefnunnar nái fram að ganga verður gerð aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ber ábyrgð á því að meta árangur þeirrar ætlunar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram bókun þar sem ítrekað var mikilvægi forgangsröðunar fjármuna og að sjónarmið ráðdeildar og hagsýni yrðu höfð að leiðarljósi við innleiðingu nýrrar upplýsingastefnu. Í bókun Sjálfstæðisflokks var minnt á að eitt sé að samþykkja metnaðarfullar tillögur en annað að framfylgja þeim. Í því samhengi voru nefndar tillögur þeirra á undanförnum árum sem miða að því að auka upplýsingagjöf til almennings um ráðstöfun almannafjár en hafa ekki komist til framkvæmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×