Innlent

Lögreglan leitar að „flassara“ í Hafnarfirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Víðisstaðatúni í Hafnarfirði.
Atvikið átti sér stað á Víðisstaðatúni í Hafnarfirði. vísir/Gva
Lögreglunni barst í dag tilkynning um mann sem beraði sig fyrir framan tvö börn við tjörnina á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Maðurinn tók út á sér kynfærin er hann talaði við börnin sem voru þar að leik, 9 og 11 ára gömul.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn talinn vera um sextugt, með þunnt hvítt hár og skalla. Hann sást á ferli með tvo meðalstóra hunda, annar þeirra var brúnn og hvítur á lit en hinn svartur og hvítur.

Þá var hann klæddur í brúnar stuttbuxur og drapplitaðan jakka.

Að sögn Margeirs Sveinssonar, stöðvarstjóra í Hafnarfirði, er málið til rannsóknar og er það litið mjög alvarlegum augum.

Hann biðlar til allra sem kunna að hafa vitneskju um málið að hafa samband við lögregluna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×