Engin „mömmustríð“ á milli íslenskra mæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 20:05 Öfugt við mikla samkeppni milli áhyggjufullra bandrískra foreldra líði íslenskum mæðrum vel, ef marka má umfjöllun The New Yorker. vísir/gva Það er víst nokkur munur á því að vera móðir á Íslandi og í Bandaríkjunum ef marka má umfjöllun bandaríska tímaritsins The New Yorker. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Sjálfstæðar mæður Íslands“, segir að öfugt við mikla samkeppni milli áhyggjufullra bandrískra foreldra líði íslenskum mæðrum vel. Þar sem þær séu flestar útivinnandi eru engin „mömmustríð“ hér á milli útivinnandi mæðra og heimavinnandi mæðra, en slík „stríð“ eru víst þekkt í Bandaríkjunum. Blaðamaður The New Yorker vekur einnig athygli á að tveir þriðju íslenskra barna fæðast utan hjónabands. Pör eignist oft barn fyrst og gifti sig svo eða gifti sig einfaldlega ekki. Þá sé mikið af einstæðum mæðrum á Íslandi en titill greinarinnar vísar einmitt í ljósmyndasýningu á Akureyri þar sem sex, íslenskar einstæðar mæður eru sýndar í sínu daglega lífi.Íslenskt samfélag dæmir ekki einstæðar mæðurMyndirnar á sýningunni eru eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling. Hún segir í samtali við The New Yorker að íslenskt samfélag dæmi þær ekki, einstæðu mæðurnar. „Svo vegna þess að staða þeirra er samþykkt þá líður þeim vel í móðurhlutverkinu,“ segir Ling. Engu að síður sé ekki auðvelt að vera einstæð móðir þó að það sé ekki litið hornauga eins og ljósmyndarinn komst að þegar hún myndaði konurnar. „Ein móðirin hafði átt frekar erfiðan dag þegar ég kom til hennar. Hún sagði mér að maðurinn sem hún var að hitta hefði hætt með henni og mamma hennar var á spítala svo hún var að spjalla við hana í símann. Hún var að gefa krökkunum að borða, baða þau, koma þeim í rúmið og svo hitaði hún kvöldmatinn upp fyrir sig þegar þau börnin voru farin að sofa.“ Umfjöllun The New Yorker og nokkrar af myndum Annie Ling af íslensku mæðrunum má sjá hér. Tengdar fréttir „Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“ Guðrún Ósk Valþórsdóttir varð móðir 19 ára gömul. Hún segist hafa upplifað fordóma sem ung móðir, aðallega frá heilbrigðis-og leikskólastarfsfólki. 31. október 2014 13:12 Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? „Það er alveg sama hve oft ég reikna dæmið, það bara vill ekki ganga upp hjá mér.“ 27. ágúst 2014 23:55 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Það er víst nokkur munur á því að vera móðir á Íslandi og í Bandaríkjunum ef marka má umfjöllun bandaríska tímaritsins The New Yorker. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Sjálfstæðar mæður Íslands“, segir að öfugt við mikla samkeppni milli áhyggjufullra bandrískra foreldra líði íslenskum mæðrum vel. Þar sem þær séu flestar útivinnandi eru engin „mömmustríð“ hér á milli útivinnandi mæðra og heimavinnandi mæðra, en slík „stríð“ eru víst þekkt í Bandaríkjunum. Blaðamaður The New Yorker vekur einnig athygli á að tveir þriðju íslenskra barna fæðast utan hjónabands. Pör eignist oft barn fyrst og gifti sig svo eða gifti sig einfaldlega ekki. Þá sé mikið af einstæðum mæðrum á Íslandi en titill greinarinnar vísar einmitt í ljósmyndasýningu á Akureyri þar sem sex, íslenskar einstæðar mæður eru sýndar í sínu daglega lífi.Íslenskt samfélag dæmir ekki einstæðar mæðurMyndirnar á sýningunni eru eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling. Hún segir í samtali við The New Yorker að íslenskt samfélag dæmi þær ekki, einstæðu mæðurnar. „Svo vegna þess að staða þeirra er samþykkt þá líður þeim vel í móðurhlutverkinu,“ segir Ling. Engu að síður sé ekki auðvelt að vera einstæð móðir þó að það sé ekki litið hornauga eins og ljósmyndarinn komst að þegar hún myndaði konurnar. „Ein móðirin hafði átt frekar erfiðan dag þegar ég kom til hennar. Hún sagði mér að maðurinn sem hún var að hitta hefði hætt með henni og mamma hennar var á spítala svo hún var að spjalla við hana í símann. Hún var að gefa krökkunum að borða, baða þau, koma þeim í rúmið og svo hitaði hún kvöldmatinn upp fyrir sig þegar þau börnin voru farin að sofa.“ Umfjöllun The New Yorker og nokkrar af myndum Annie Ling af íslensku mæðrunum má sjá hér.
Tengdar fréttir „Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“ Guðrún Ósk Valþórsdóttir varð móðir 19 ára gömul. Hún segist hafa upplifað fordóma sem ung móðir, aðallega frá heilbrigðis-og leikskólastarfsfólki. 31. október 2014 13:12 Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? „Það er alveg sama hve oft ég reikna dæmið, það bara vill ekki ganga upp hjá mér.“ 27. ágúst 2014 23:55 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“ Guðrún Ósk Valþórsdóttir varð móðir 19 ára gömul. Hún segist hafa upplifað fordóma sem ung móðir, aðallega frá heilbrigðis-og leikskólastarfsfólki. 31. október 2014 13:12
Er verið að refsa fólki fyrir að eiga börn? „Það er alveg sama hve oft ég reikna dæmið, það bara vill ekki ganga upp hjá mér.“ 27. ágúst 2014 23:55