Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu í Öxnadal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fólkið var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Fólkið var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. vísir/pjetur
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast á sjötta tímanum í kvöld en þá bárust henni þrjú útköll á einum hálftíma.

Eitt útkallið var vegna bílveltu í Öxnadal. Þrír voru í bílnum og voru þeir fluttir með minniháttar meiðsl til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Þá varð önnur bílvelta á Miðhúsabraut á Akureyri og var einn fluttur lítillega slasaður á slysadeild.

Þriðja útkallið var svo vegna útlenskrar konu sem féll af hestbaki úti við Skjaldarvík. Konan slasaðist á öxl og hönd og var einnig flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×