Sá bílinn koma fljúgandi: „Ég hélt að þetta væri mitt síðasta“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. júlí 2015 21:53 Að sögn Péturs fór bíllinn eina veltu áður en hann nam staðar á stígnum Mynd/Pétur Halldórsson „Ég hélt að þetta væri mitt síðasta,“ segir Pétur Halldórsson, fyrrverandi útvarpsmaður, sem varð vitni að bílveltu á Miðhúsabraut á Akureyri fyrr í kvöld. Ökumaður bílsins lenti þá utan vegar og á stígnum þar sem Pétur var á leið heim úr vinnu. „Ég var að hjóla upp stíginn og þá kemur bara bíll allt í einu fljúgandi,“ segir Pétur. „Ég sé hann alveg beran við himinn og stefna beint á mig.“ Vegriðið sem sést á meðfylgjandi myndum endar ofar í brekkunni og að sögn Péturs fór bíllinn beint á vegriðið og virkaði það sem nokkurs konar stökkpallur. „Bíllinn stekkur beint upp í loftið og lendir svona tíu metrum neðar aftur á vegriðinu,“ segir hann. „Þaðan skoppar hann á þennan stall sem er þarna milli götunnar og stígsins. Þá verð ég bara að láta mig hverfa í skóginn sem er þarna fyrir neðan.“Lögregla á slysstað.Mynd/Pétur HalldórssonBrekkan fyrir neðan stíginn er brött og skógi vaxin. „Ég bara ákvað að reyna að bjarga lífinu með því að henda mér þarna fram af,“ segir Pétur léttur. „Bíllinn hefði samt sennilega ekki farið á mig. Maður sér það bara á þakinu að hann hefur farið eina veltu, en ég sá það ekki. Þá var ég farinn.“ Pétur segir trén hafa tekið af sér fallið að mestu og hann sloppið að mestu ómeiddur. Eftir veltuna nam bíllinn staðar á dekkjunum og aðrir ökumenn og vegfarendur fóru að gá að ökumanninum. Sá reyndist vera ung kona sem viðurkenndi að sögn Péturs að hún hefði verið að skoða síma sinn við akstur. „Hún hreyfir sig ekki mikið og var frekar stjörf,“ segir Pétur. „Svo opnar einhver hurðina, hún kemur út og brotnar bara saman. Eins og eðlilegt er.“ Pétur segist ánægður að ekki hafi farið verr en reiðastur yfir því hve algeng símanotkun við akstur virðist vera. „Bara það að tala í símann hefur veruleg áhrif á athyglina,“ segir hann. „Þá talar maður ekki um ef verið er að senda SMS eða svara Facebook-skilaboðum. Þá er fólk bara alveg farið úr bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Akureyrar var konan ekki alvarlega slösuð eftir bílveltuna.Þegar ég hjólaði í vinnuna í dag sá ég unga stúlku koma akandi bíl á talsverðri ferð. Þar sem hún skaust fram hjá mér sá...Posted by Pétur Halldórsson on 13. júlí 2015 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég hélt að þetta væri mitt síðasta,“ segir Pétur Halldórsson, fyrrverandi útvarpsmaður, sem varð vitni að bílveltu á Miðhúsabraut á Akureyri fyrr í kvöld. Ökumaður bílsins lenti þá utan vegar og á stígnum þar sem Pétur var á leið heim úr vinnu. „Ég var að hjóla upp stíginn og þá kemur bara bíll allt í einu fljúgandi,“ segir Pétur. „Ég sé hann alveg beran við himinn og stefna beint á mig.“ Vegriðið sem sést á meðfylgjandi myndum endar ofar í brekkunni og að sögn Péturs fór bíllinn beint á vegriðið og virkaði það sem nokkurs konar stökkpallur. „Bíllinn stekkur beint upp í loftið og lendir svona tíu metrum neðar aftur á vegriðinu,“ segir hann. „Þaðan skoppar hann á þennan stall sem er þarna milli götunnar og stígsins. Þá verð ég bara að láta mig hverfa í skóginn sem er þarna fyrir neðan.“Lögregla á slysstað.Mynd/Pétur HalldórssonBrekkan fyrir neðan stíginn er brött og skógi vaxin. „Ég bara ákvað að reyna að bjarga lífinu með því að henda mér þarna fram af,“ segir Pétur léttur. „Bíllinn hefði samt sennilega ekki farið á mig. Maður sér það bara á þakinu að hann hefur farið eina veltu, en ég sá það ekki. Þá var ég farinn.“ Pétur segir trén hafa tekið af sér fallið að mestu og hann sloppið að mestu ómeiddur. Eftir veltuna nam bíllinn staðar á dekkjunum og aðrir ökumenn og vegfarendur fóru að gá að ökumanninum. Sá reyndist vera ung kona sem viðurkenndi að sögn Péturs að hún hefði verið að skoða síma sinn við akstur. „Hún hreyfir sig ekki mikið og var frekar stjörf,“ segir Pétur. „Svo opnar einhver hurðina, hún kemur út og brotnar bara saman. Eins og eðlilegt er.“ Pétur segist ánægður að ekki hafi farið verr en reiðastur yfir því hve algeng símanotkun við akstur virðist vera. „Bara það að tala í símann hefur veruleg áhrif á athyglina,“ segir hann. „Þá talar maður ekki um ef verið er að senda SMS eða svara Facebook-skilaboðum. Þá er fólk bara alveg farið úr bílnum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Akureyrar var konan ekki alvarlega slösuð eftir bílveltuna.Þegar ég hjólaði í vinnuna í dag sá ég unga stúlku koma akandi bíl á talsverðri ferð. Þar sem hún skaust fram hjá mér sá...Posted by Pétur Halldórsson on 13. júlí 2015
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira