Innlent

Þyrla Gæslunnar sækir bráðveikan farþega á skemmtiferðaskip

Gissur Sigurðsson skrifar
Farþeginn sem þyrlan sækir er með innvortis blæðingar.
Farþeginn sem þyrlan sækir er með innvortis blæðingar. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til móts við stórt skemmtiferðaskipa sem statt er 20 sjómílur austur af Vestmannaeyjum, til að sækja þangað bráðveikan farþega með innvortis blæðingar. Læknir er með í för og var skammtur af réttu blóði fenginn úr blóðbankanum fyrir förina. 

Skipið var á leiðinni héðan og til Færeyja, en um klukkan sex í morgun var því snúið við og siglir það nú fulla ferð í átt til Vestmannaeyja , til móts við Þyrluna, sem verður komin á vettvang núna á áttunda tímanum. Ekki er mikill vindur á þessum slóðum, en þokuloft gæti tafið fyrir aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×