Innlent

Þrjú slys og fimm slasaðir á hálftíma á Akureyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Erill var hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum.
Erill var hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Vísir/Pjetur
Fimm manns slösuðust í þremur slysum sem urðu á rúmum hálftíma á Akureyri undir kvöld í gær, en engin meiddist þó alvarlega.

Fyrst valt bíll innanbæjar eftir að hafa tekið þar flugið upp af vegriði. Minnstu munaði að hann lenti á hjólreiðamanni sem hjólaði á stíg við hliðina á akbrautinni, en honum tókst að kasta sér undan á síðustu  stundu.

Nokkrum mínútum síðar valt bíll í Öxnadal, skammt fyrir utan bæinn og meiddust þar þrír og loks slasaðist erlend ferðakona þegar hún féll af hestbaki.

Mikill erill var hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum á meðan þetta gekk 
fyrir  og síðan tóku við miklar annir á sjúkrahúsinu  við aðhlynningu fólksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×