Innlent

25 kílómetra eftirför: Mældist á 170 kílómetra hraða og reyndi að stinga af

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leið mannsins eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Stöðvaði hann bílinn sjálfur skammt vestan við afleggjarann upp í Galtalæk.
Leið mannsins eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Stöðvaði hann bílinn sjálfur skammt vestan við afleggjarann upp í Galtalæk. Kort/Loftmyndir.is
Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags á þjóðvegi eitt, skammt vestan við afleggjarann upp í Galtalæk. Hafði maðurinn þá gefist upp eftir að hafa reynt að stinga af lögreglu sem mælt hafði manninn langt yfir hámarkshraða skammt austan við Selfoss.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi mældist maðurinn á 170 km/klst hraða við Tún, rétt austan við Selfoss og sinnti ekki tilmælum lögreglu um að stöðva bílinn. Ók hann sem leið lá austur á þjóðvegi eitt.

Maðurinn var handtekinn um eittleytið aðfaranótt sunnudags og yfirheyrður í kjölfarið. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna við aksturinn. Mildi má þykja að ekki urðu slys á 25 kílómetra langa vegakaflanum þar sem maðurinn reyndi að stinga lögreglu af. Nokkuð var um aðra bíla á þjóðveginum og braut ökumaðurinn fjölmörg umferðarlög á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×