Innlent

Varðskipið Þór flytur slasaða konu til Ísafjarðar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Varðskipin Þór og Ægir í höfn.
Varðskipin Þór og Ægir í höfn. Vísir/GVA
Varðskipið Þór er nú á leið að sækja slasaða konu í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum. Konan var þar á ferðalagi. Varðskipið var statt við utanvert Ísafjarðardjúp og var áætlað að það kæmi á vettvang nú um klukkan sex. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Landhelgisgæslunnar.

Sigla á með konuna til Ísafjarðar en áætlað er að skipið komi þangað um klukkan átta í kvöld. „. Á meðan mun áhöfn varðskipsins hlúa að konunni í samráði við vakthafandi þyrlulækni Landhelgisgæslunnar en um borð er aðstaða til þess auk þess sem áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar hafa hlotið sértæka þjálfun í meðferð slasaðra og sjúkra,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×