Innlent

Sóttu slasaða konu við Dynjanda

Atli Ísleifsson skrifar
Dynjandi.
Dynjandi. Vísir/Pjetur
Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 14:30 til að aðstoða slasaða konu við Dynjandisfoss.

Í fréttatilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er konan við botn fossins og talin vera slösuð á ökkla. „Björgunarsveitarfólk er komið til hennar og farið að búa hana til flutnings niður á bílastæðið við Dynjanda.“

Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri, Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri og Björgunarfélag Ísafjarðar tóku þátt í útkallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×