Innlent

Ísland dregið fyrir EFTA-dómstólinn vegna tveggja mála

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
ESA hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dómstólinn fyrir að innleiða ekki tæknilegar reglur um vöruviðskipti.
ESA hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dómstólinn fyrir að innleiða ekki tæknilegar reglur um vöruviðskipti. Vísir/EFTA
Íslandi hefur verið stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að innleiða ekki tæknilegar reglur um vöruviðskipti. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í gær að vísa tveimur málum er snúa að þessu til dómstólsins.

Málið varðar annars vegar tilskipun um viðskipti með hreyfla og hins vegar tilskipun um samræmingu laga varðandi úðabrúsa.

Í gær sendi ESA einnig frá sér rökstutt álit til íslenskra stjórnvalda þar sem Íslandi er gefið lokatækifæri að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um flugelda. Verði ekkert að gert verður Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólnum í því máli líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×