Laxveiðimenn bíða spenntir eftir stóra straumi Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2015 10:35 Bjarni með lax úr Norðurá, sem er sú eina sem stendur undir nafni. Tölur benda til þess að veiðin sé ekki eins mikil og fréttir gefa til kynna. „Veiðin fer aðeins betur af stað en karfaspáin gerði ráð fyrir, en ég hef á tilfinningunni að þegar upp verði staðið, geti spáin mín uppá 41 þúsund laxa verið nokkuð nærri lagi,“ segir Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður SVFR. Bjarni veit sannarlega hvað hann er að tala um og það lítur út fyrir að laxveiðisumarið verði í slöku meðallagi, en talsvert miklu betra en hörmungarárið í fyrra.Sumarið miklu betra en hörmungarárið í fyrraBjarni birtir pistil á Facebook, inni á lokuðum hópi veiðimanna sem heitir „Veiðidellan er frábær“ þar sem hann spáir í spilin; hvernig laxveiðiárið muni leggjast. Bjarni gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að fara yfir efni pistils hans, en hann er í raun framhald greinar sem hann birti þar sem hann setur fram athyglisverða kenningu um fylgni milli þess hvernig karfastofninum reiðir af og svo laxagöngur. Í pistli sínum segir Bjarni að nú sé farin að komast mynd á veiðisumarið 2015. „Það virðist ljóst að sumarið verður betra en hörmungarsumrin 2012 og 2014. Svo eigum við auðvitað stóra strauminn á föstudag (17.júlí) inni og eftir hann ætti staðan að vera nokkuð ljós. En eins og þetta lítur út núna, þá stefnir í meðalsumar, eða slakt meðalsumar, sé tekið mið af síðustu 15 árum.“Bubbi og Bó voru fengnir til að opna Norðurá þetta sumarið. Skömmu síðar kvartaði Bubbi undan skorti á nýliðun, ekki laxa heldur veiðimanna; þetta væru mestan part miðaldra og eldri karlar við opnanirnar.visir/gvaNorðurá sú eina sem stendur undir nafniOg svo fer Bjarni nánar í saumana á stöðu mála. „Ég er orðinn svo dipló með aldrinum að ég er farinn að tala undir rós (sub rosa),“ segir Bjarni gamansamur í samtali við Vísi. Einhverjir gætu sagt að veiðileyfasalar séu að tala upp veiðina sem er fremur slök, talsvert minna sé að gerast í veiðinni en fréttir gefa tilefni til. Og eina áin sem er að gera einhverjar rósir er Norðurá. „Hún mun sennilega sennilega ná meðalveiði síðastliðinna 15 ár – kannski rúmlega 2000 laxar á land.“Langá hreinsar af sér slyðruorðiðNorðurlandið er varla komið í gang svo heitið geti, segir Bjarni. Og Suðurlandið ekki heldur. Svo vitnað sé beint í pistil Bjarna sem er hinn ágætasti og gefur glögga mynd af stöðu mála: „Einstaka ár eru þó að gera gott mót. Norðuráin er á ágætu róli og gæti hæglega náð 15 ára meðaltali sínu (2.019 laxar), Langa er miklu mun betri en í fyrra, er komin í 406 laxa en stóð í 90 löxum á sama tíma 2014. Hítará komin í nærri 200 laxa en var í 122 á sama tíma í fyrra. Í Borgarfirðinum vekur það athygli mína hversu miklu betur Norðuráin er að standa sig en nágrannar hennar. Þar er veiðin um tvöfalt betri en í fyrra á meðan nágrannaárnar Grímsá og Þverá hafa bætt sig mun minna.Við eigum auðvitað stóra strauminn á föstudag (17.júlí) inni og eftir hann ætti staðan að vera nokkuð ljós.Kjósin er ennþá fremur döpur, vonandi lifnar yfir þar um helgina Það er hins vegar áhyggjuefni að Rangárnar eru ekki komnar í gang, vissulega eru þær oft seinar til, en eitthvað segir mér (karfakenningin ?) að þar verði vonbrigðasumar. Í fyrra voru það Laxá í Dölum og Langá sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Langáin virðist hins vegar búin að hreinsa þann ömurlega stimpil af sér í ár – það er hins vegar ennþá ákaflega rólegt í Dölunum en hver veit, kannski gengur hann í strauminn á föstudag.“Eins og hér má sjá er veiðin nú talsvert miklum mun betri en hún var í fyrra. En, það þarf kannski ekki mikið til.50 prósenta aukning milli áraBjarni birtir með pistli sínum töflu sem sýnir stöðuna í dag miðað við sama tíma í fyrra, og þá í nokkrum þekktum ám. Heildarveiðin í þessum ám var 3.084 laxar á sama tíma í fyrra, en er 4.799 í ár. „Þann 29.maí sl., spáði ég því, svona á grundvelli karfakenningarinnar, að laxveiðin myndi aukast um þriðjung á milli ára, færi í 41.000 laxa í ár. Veiðin yrði þolanleg, en samt undir meðaltali síðustu 15 ára. Líklega er aukningin heilt yfir á milli ára tæp 50% - eins og staðan er í dag - og mér sýnist ég geta haldið mér við fyrri spá mína miðað við síðustu tölur af angling.is. Við skulum samt bíða eftir næsta stóra straumi. Ef laxinn skilar sé ekki í hann, þá bíðum við bara eftir höfuðdagsstraumnum í ágúst, en vinur minn hann Þorkell heitinn Fjeldsted sagði réttilega að oft skilaði hann góðum göngum!“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Veiðin fer aðeins betur af stað en karfaspáin gerði ráð fyrir, en ég hef á tilfinningunni að þegar upp verði staðið, geti spáin mín uppá 41 þúsund laxa verið nokkuð nærri lagi,“ segir Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður SVFR. Bjarni veit sannarlega hvað hann er að tala um og það lítur út fyrir að laxveiðisumarið verði í slöku meðallagi, en talsvert miklu betra en hörmungarárið í fyrra.Sumarið miklu betra en hörmungarárið í fyrraBjarni birtir pistil á Facebook, inni á lokuðum hópi veiðimanna sem heitir „Veiðidellan er frábær“ þar sem hann spáir í spilin; hvernig laxveiðiárið muni leggjast. Bjarni gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að fara yfir efni pistils hans, en hann er í raun framhald greinar sem hann birti þar sem hann setur fram athyglisverða kenningu um fylgni milli þess hvernig karfastofninum reiðir af og svo laxagöngur. Í pistli sínum segir Bjarni að nú sé farin að komast mynd á veiðisumarið 2015. „Það virðist ljóst að sumarið verður betra en hörmungarsumrin 2012 og 2014. Svo eigum við auðvitað stóra strauminn á föstudag (17.júlí) inni og eftir hann ætti staðan að vera nokkuð ljós. En eins og þetta lítur út núna, þá stefnir í meðalsumar, eða slakt meðalsumar, sé tekið mið af síðustu 15 árum.“Bubbi og Bó voru fengnir til að opna Norðurá þetta sumarið. Skömmu síðar kvartaði Bubbi undan skorti á nýliðun, ekki laxa heldur veiðimanna; þetta væru mestan part miðaldra og eldri karlar við opnanirnar.visir/gvaNorðurá sú eina sem stendur undir nafniOg svo fer Bjarni nánar í saumana á stöðu mála. „Ég er orðinn svo dipló með aldrinum að ég er farinn að tala undir rós (sub rosa),“ segir Bjarni gamansamur í samtali við Vísi. Einhverjir gætu sagt að veiðileyfasalar séu að tala upp veiðina sem er fremur slök, talsvert minna sé að gerast í veiðinni en fréttir gefa tilefni til. Og eina áin sem er að gera einhverjar rósir er Norðurá. „Hún mun sennilega sennilega ná meðalveiði síðastliðinna 15 ár – kannski rúmlega 2000 laxar á land.“Langá hreinsar af sér slyðruorðiðNorðurlandið er varla komið í gang svo heitið geti, segir Bjarni. Og Suðurlandið ekki heldur. Svo vitnað sé beint í pistil Bjarna sem er hinn ágætasti og gefur glögga mynd af stöðu mála: „Einstaka ár eru þó að gera gott mót. Norðuráin er á ágætu róli og gæti hæglega náð 15 ára meðaltali sínu (2.019 laxar), Langa er miklu mun betri en í fyrra, er komin í 406 laxa en stóð í 90 löxum á sama tíma 2014. Hítará komin í nærri 200 laxa en var í 122 á sama tíma í fyrra. Í Borgarfirðinum vekur það athygli mína hversu miklu betur Norðuráin er að standa sig en nágrannar hennar. Þar er veiðin um tvöfalt betri en í fyrra á meðan nágrannaárnar Grímsá og Þverá hafa bætt sig mun minna.Við eigum auðvitað stóra strauminn á föstudag (17.júlí) inni og eftir hann ætti staðan að vera nokkuð ljós.Kjósin er ennþá fremur döpur, vonandi lifnar yfir þar um helgina Það er hins vegar áhyggjuefni að Rangárnar eru ekki komnar í gang, vissulega eru þær oft seinar til, en eitthvað segir mér (karfakenningin ?) að þar verði vonbrigðasumar. Í fyrra voru það Laxá í Dölum og Langá sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Langáin virðist hins vegar búin að hreinsa þann ömurlega stimpil af sér í ár – það er hins vegar ennþá ákaflega rólegt í Dölunum en hver veit, kannski gengur hann í strauminn á föstudag.“Eins og hér má sjá er veiðin nú talsvert miklum mun betri en hún var í fyrra. En, það þarf kannski ekki mikið til.50 prósenta aukning milli áraBjarni birtir með pistli sínum töflu sem sýnir stöðuna í dag miðað við sama tíma í fyrra, og þá í nokkrum þekktum ám. Heildarveiðin í þessum ám var 3.084 laxar á sama tíma í fyrra, en er 4.799 í ár. „Þann 29.maí sl., spáði ég því, svona á grundvelli karfakenningarinnar, að laxveiðin myndi aukast um þriðjung á milli ára, færi í 41.000 laxa í ár. Veiðin yrði þolanleg, en samt undir meðaltali síðustu 15 ára. Líklega er aukningin heilt yfir á milli ára tæp 50% - eins og staðan er í dag - og mér sýnist ég geta haldið mér við fyrri spá mína miðað við síðustu tölur af angling.is. Við skulum samt bíða eftir næsta stóra straumi. Ef laxinn skilar sé ekki í hann, þá bíðum við bara eftir höfuðdagsstraumnum í ágúst, en vinur minn hann Þorkell heitinn Fjeldsted sagði réttilega að oft skilaði hann góðum göngum!“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira