Innlent

Framsóknarmenn furða sig á ákvörðun borgarstjóra um flugbrautina

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík telja einkennilegt að borgarstjórinn í Reykjavík fari fram með kröfur um lokun á flugbraut 6/24 við innanríkisráðherra meðan rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar er ekki tryggt.

Flokkurinn lagði fram bókun á borgarráðsfundi þessa efnis í dag. Þar segir að grundvallaratriði sé að flugvellinum verði ekki breytt á meðan endanleg ákvörðun ahfi ekki verið tekin um hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Einkennilegt sé að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vilji ganga í berhögg við tillögu stýrihóps um að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt meðan flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð.

„Með bréfi borgarstjóra til innanríkisráðherra er farið á svig við tillögur nefndarinnar og því að öllu ótímabært að taka ákvarðanir um slíkt,“ segir í bókuninni.

Þá telja Framsókn og flugvallarvinir að við gerð áhættumats Isavia hafi ekki verið fylgt öllum þeim reglum sem alþjóðarreglur kveði á um. Samgöngustofa þurrfi því að rökstyðja hvers vegna þeim sé ekki fylgt. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×