Innlent

Helgi Grímsson ráðinn sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgi Grímsson.
Helgi Grímsson. mynd/reykjavíkurborg
Helgi Grímsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi starfaði síðast sem skólastjóri í Sjálandsskóla í Garðabæ en í tilkynningu frá borginni kemur fram að hann hafi um árabil starfað sem skólastjóri, skólaráðgjafi, aðstoðarskólastjóri og forstöðumaður frístundamiðstöðvar.

Helgi er með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands auk B.Ed.-prófs og diplómu í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands.

Alls bárust 18 umsóknir um sviðsstjórastarfið en fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Helgi Grímsson tekur við starfi sviðsstjóra 1. október en þá lætur Ragnar Þorsteinsson af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×