Innlent

Mikið tap af rekstri fasteigna Ísafjarðarbæjar

Linda Blöndal skrifar
Frá Ísafjarðarbæ.
Frá Ísafjarðarbæ. vísir/pjetur
Fasteignir Ísafjarðarbæjar tapa háum fjárhæðum á hverju ári. Þetta kemur fram í grein Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ á fréttavefnum Bæjarins besta.

Á síðasta ári var tapið 31 milljón króna og tekur Daníel fram að það ár hafi verið eitt besta rekstrarár félagsins vegna lágrar verðbólgu. Árið áður var tapið 70 milljónir. Fyrirsjáanlegt er að næstu ár verði erfið ef verðbólgan eykst.

Tapið lendir óskipt á íbúum Ísafjarðarbæjar. Virði íbúðanna að sögn Daníels er á bilinu 700 til 800 milljónir.

Fjárfestirinn Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur sem kunnugt er sýnt áhuga á að kaupa allar íbúðir fasteignafélagsins sem eru 108 talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×