Huldufjárfestir vill kaupa allar félagsíbúðir Ísafjarðarbæjar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. júlí 2015 12:00 Formaður bæjarráðs segir ótrúlegt að einhver vijli kaupa íbúðirnar á einu bretti en á þeim hvíla miklar skuldir. Vísir/PJETUR Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira