Huldufjárfestir vill kaupa allar félagsíbúðir Ísafjarðarbæjar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. júlí 2015 12:00 Formaður bæjarráðs segir ótrúlegt að einhver vijli kaupa íbúðirnar á einu bretti en á þeim hvíla miklar skuldir. Vísir/PJETUR Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira