Fótbolti

Kaka launahæstur í MLS | Kristinn Steindórs fær 16,2 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Vísir/Getty
Leikmannsamtökin í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta gerðu í dag opinberar tölur yfir laun leikmanna deildarinnar og kemur þar ýmislegt athyglisvert í ljós.

Kristinn Steindórsson er eini íslenski leikmaðurinn í deildinni en hann spilar með Columbus Crew og hefur skorað 3 mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili í bandaríska fótboltanum.

Kristinn fær 119.437 dollara fyrir árið 2015 eða um 16,2 milljónir íslenskra króna. Kristinn er samkvæmt því að fá 1,35 milljónir í laun á mánuði.

Tólf leikmenn Columbus Crew fá hærri laun en Kristinn en langlaunahæsti leikmaður liðsins er Kólumbíumaðurinn Federico Higuain sem er að fá 1,175 milljónir dollara í árslaun eða 160 milljónir íslenskra króna.

Federico Higuain fær því tíföld laun Kristins Steindórssonar en það dugar honum samt bara í átjánda sæti yfir launahæstu leikmenn deildarinnar.

Brasilíumaðurinn Kaka sem spilar með Orlando City er launahæsti maður deildarinnar með 7,16 milljónir í árslaun eða um 974 milljónir íslenskra króna.

Í næstu sætum eru síðan þeir Steven Gerrard hjá LA Galaxy, Michael Bradley hjá Toronto FC og Frank Lampard hjá New York City FC.



Launahæstu leikmenn MLS-deildarinnar 2015:

Kaka, Orlando City: 7,16 milljónir dollara

Sebastian Giovinco, Toronto FC: 7,11 milljónir dollara

Michael Bradley, Toronto FC: 6,5 milljónir dollara

Steven Gerrard, L.A. Galaxy: 6,33 milljónir dollara

Frank Lampard, New York City FC: 6 milljónir dollaran

David Villa, New York City FC: 5,61 milljón dollara

Jozy Altidore, Toronto FC: 4,75 milljónir dollara

Clint Dempsey, Seattle Sounders: 4,6 milljónir dollara

Robbie Keane, L.A. Galaxy: 4,5 milljónir dollara

Giovani Dos Santos, L.A. Galaxy: 4,1 milljón dollara

Jermaine Jones, New England Revolution: 3,05 milljónir dollara

Obafemi Martins, Seattle Sounders: 3 milljónir dollara

Andrea Pirlo, New York City FC: 2,31 milljón dollara

Shaun Maloney, Chicago Fire: 1,58 milljónir dollara

Omar Gonzalez, L.A. Galaxy: 1,45 milljónir dollara

Pedro Morales, Vancouver Whitecaps: 1,41 milljón dollara

Gilberto, Toronto FC: 1,2  milljónir dollara (á láni hjá  Vasco da Gama)

Federico Higuain, Columbus Crew: 1,17  milljónir dollara

Kevin Doyle, Colorado Rapids: 1,17  milljónir dollara

Innocent Emeghara, San Jose Earthquakes: 1,04  milljónir dollara






Fleiri fréttir

Sjá meira


×