Innlent

Eldur í þaki einbýlishúss í Breiðholti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það tók slökkviliðið innan við hálftíma að slökkva eldinn.
Það tók slökkviliðið innan við hálftíma að slökkva eldinn. vísir/stefán
Minniháttar eldur kom upp undir þaki á einbýlishúsi í Fremristekk í Breiðholti um fjögurleytið í dag. Slökkviliðið var kallað út og réðu að niðurlögum eldsins á innan við hálftíma en áður hafði nágranni beitt garðslöngu á eldinn.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom eldurinn upp í þakpappa en iðnaðarmenn höfðu verið að störfum við húsið. Eldurinn komst síðan í þakskeggið en eins og áður segir var um minniháttar eld að ræða sem greiðlega gekk að slökkva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×