Innlent

Fordæma utanvegaakstur frægs ljósmyndara

Atli Ísleifsson skrifar
Ljósmynd Burkard.
Ljósmynd Burkard. Mynd/Instagram/Chris Burkard
Instagram-notendur hafa gagnrýnt bandaríska ljósmyndarann Chris Burkard eftir að hann birti mynd af utanvegaakstri sínum nærri Höfn í Hornafirði á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

Burkard birtir myndina með textanum: „Við vissum ekki hvert þessi leið lægi... við fylgdum henni samt. Nú er komið að ykkur.“

Í athugasemdum er ljósmyndaranum bent á að utanvegaakstur sé bannaður á Íslandi og sé alls ekki eitthvað til að hreykja sér af. Er hann jafnframt hvattur til að velta því fyrir sér hvernig viðkvæm náttúran liti út ef allir höguðu sér með þessum hætti.

Uppfært 17:45:

Ómar Ingi Ómarsson á Horni segir í samtali við Vísi að Brukard og föruneyti hans hafi verið að keyra á landi fjölskyldu hans og fengið fullt leyfi til þess.

„Þessi slóði liggur að Bretabúðunum gömlu á Horni og við keyrum þarna mjög reglulega. Þarna er mikið verið að klifra og svo hafa margar bílaauglýsingar verið teknir upp þarna. En þessi ljósmyndari er alger öðlingur og var rúmlega velkominn að keyra þarna um sandinn.“

We didn't know where this path would lead....we followed anyway. Now it's your turn.

A photo posted by ChrisBurkard (@chrisburkard) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×