Innlent

Enginn með allar tölur réttar

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir miðahafar skiptu með sér bónus­vinningn­um.
Tveir miðahafar skiptu með sér bónus­vinningn­um. Vísir/Vilhelm
Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins. Fyrsti vinningur verður því fjór­fald­ur að viku liðinni.

Tveir miðahafar skiptu með sér bónus­vinn­ingn­um og fengu rúmar 186 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru báðir keyptir á Akureyri, í Hagkaup á Furuvöllum og Leirunesti við Leiruveg.

Þrír jókermiðahafar voru með fjórar tölur réttar og fengu 100 þúsund krónur hver í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1 í Borgartúni, N1 á Selfoss og Olísstöðinni í Mjóddinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×