Innlent

Dagbók lögreglu: Grunur um líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Lögregla hafði afskipti af nokkrum vegfarendum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum vegfarendum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Vísir/Anton
Maður var handtekinn í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti vegna gruns um líkamsárás. Um svipað leyti voru tveir menn handteknir í einum af upphverfum borgarinnar einnig grunaðir um líkamsárás. Allir mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.

Lögregla stöðvaði einnig fjölda ökumanna víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, oftast löglegra. Í einu tilviki þar sem ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum ólöglegra vímuefna reyndist farþegi í bílnum vera eftirlýstur vegna vararefsingar og var hann handtekinn.

Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum vegfarendum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×