Efins um að tilgreina 40 ára starfsreynslu því það undirstriki aldurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2015 10:01 Jóhanna Hermansen. „Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf,“ segir Jóhanna Hermansen, 61 árs atvinnuleitandi, í pistli sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Jóhanna greinir frá því að í níu mánuði hafi hún leitað að vinnu og sótt um yfir þrjátíu störf. Hún hafi upphaflega ætlað að „setjast í helgan stein“ við 65 ára aldurinn eða í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað sé hins vegar ekkert grín. „Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn.“Pistill Guðmundar Andra tilefniðJóhanna segist hafa verið boðuð í tvö viðtöl eftir umsóknir sínar. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf.“ Tilefni skrifa Jóhönnu var pistill Guðmundar Andra Thorssonar á dögunum sem bar titilinn Að reka konur. „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum,“ sagði Guðmundur Andri í pistlinum. Er Jóhanna honum hjartanlega sammála.Þeir of gömlu„Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér.“ Jóhanna hefur sótt starfsleitarnámskeið Vinnumálastofnunar en það hefur haft lítið að segja. „Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu?“ Skorar Jóhanna á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“.Pistil Jóhönnu má lesa í heild hér. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
„Ég er hvorki með stúdentspróf né háskólapróf aðeins með gagnfræðapróf, en ég lít ekki á mig sem ómenntaða, því reynsla mín á vinnumarkaði er umtalsverð, ég hef verið að læra allt mitt líf,“ segir Jóhanna Hermansen, 61 árs atvinnuleitandi, í pistli sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Jóhanna greinir frá því að í níu mánuði hafi hún leitað að vinnu og sótt um yfir þrjátíu störf. Hún hafi upphaflega ætlað að „setjast í helgan stein“ við 65 ára aldurinn eða í síðasta lagi 67 ára. Að missa vinnuna sextug vegna samdráttar á vinnustað sé hins vegar ekkert grín. „Ferilskráin mín er glæsileg og kynningarbréfið flott. Ég hef verið að grobba mig pínulítið á því að hafa yfir 40 ára reynslu á mínu starfssviði. En nú er ég farin að efast um það hvort rétt sé að taka það fram á kynningarbréfinu, því þar með er ég að undirstrika aldur minn.“Pistill Guðmundar Andra tilefniðJóhanna segist hafa verið boðuð í tvö viðtöl eftir umsóknir sínar. „Hefur þú hugsað þér þetta sem framtíðarstarf“ var ein spurningin sem ég fékk. „Já alveg þar til ég fer á ellilaun, eftir 7 ár“ langaði mig að svara, en brosti bara út í annað og sagði „já, það hef ég hugsað mér“. Viðskiptafræðingur á fertugsaldri var ráðinn í þetta starf.“ Tilefni skrifa Jóhönnu var pistill Guðmundar Andra Thorssonar á dögunum sem bar titilinn Að reka konur. „Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum,“ sagði Guðmundur Andri í pistlinum. Er Jóhanna honum hjartanlega sammála.Þeir of gömlu„Ég hef líka velt því fyrir mér hversu lengi þessi ungi viðskiptafræðingur verður í því starfi, sem enga menntun þarf til aðra en starfsreynslu. Ja, allavega þá misstu þeir af góðum starfskrafti, mér.“ Jóhanna hefur sótt starfsleitarnámskeið Vinnumálastofnunar en það hefur haft lítið að segja. „Þegar umsóknir um hvert starf eru 100 til 200, hvernig vinna atvinnurekendur úr þeim umsóknum? Er þeim skipt eftir menntun, getu, kyni, aldri og útliti? Við skulum vona að kyn og útlit skipti ekki máli. Þá eru þrír flokkar eftir, menntun, geta og aldur. Hvernig er þeim skipt, þeir hæfu, þeir óhæfu og þeir of gömlu?“ Skorar Jóhanna á atvinnurekendur að skoða aðeins í bunkann sem er merktur „þeir of gömlu“.Pistil Jóhönnu má lesa í heild hér.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira