Málskotsréttur forseta verði óþarfur með málskotrétti þjóðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2015 11:59 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14