Málskotsréttur forseta verði óþarfur með málskotrétti þjóðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2015 11:59 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14