Rök mæla með endurupptöku í Geirfinns-málinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2015 19:07 Frá flutningi málsins fyrir dómi á sínum tíma. mynd/bjarnleifur Rök eru fyrir endurupptöku þriggja manna sem áttu aðild í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari, hefur skilað áliti sínu en samkvæmt niðurstöðu hans eru til rök sem mæla með því að mál Sævars Ciesielskis, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahns Skaftasonar verði tekið upp á nýju. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Áður hafði saksóknari komist að þeirri niðurstöðu að rök mæltu til þess að mál Guðjóns Skarphéðinssonar yrði tekið upp á nýju. Ekki þykja rök til þess að taka mál Erlu Bolladóttur upp á nýjan leik. Málið fer nú fyrir endurupptökunefnd sem ákveður næstu skref í því. „Þetta er eitt skref í rétt átt,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður Alberts Klahns Skaftasonar í samtali við Vísi. „Enn er engin niðurstaða komin í hvort málið verði tekið upp á ný og því síður komið að einhverjum málflutningi.“ Aðspurður segir hann að viðbúið sé að niðurstaða endurupptökunefndar liggi í fyrsta lagi fyrir í árslok. Rúm fjörutíu ár eru síðan síðast sást til Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Sex manns voru dæmdir fyrir aðild sína að málinu. Sævar Ciesielski hlaut sautján ára dóm, Kristján Viðar Viðarsson sextán ár og Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár. Guðjón Skarphéðinsson hlaut tíu ára dóm, Erla Bolladóttir þrjú ár og Albert Klahns Skaftason eitt ár. Sævar og Tryggvi eru nú látnir. Ekki náðist í Lúðvík Bergvinsson við vinnslu fréttarinnar en hann fer með málið fyrir hönd Sævars Cieselskis og Tryggva Rúnars Leifssonar. Tengdar fréttir Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. 27. mars 2013 15:07 Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42 Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu. 6. maí 2013 11:30 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Rök eru fyrir endurupptöku þriggja manna sem áttu aðild í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari, hefur skilað áliti sínu en samkvæmt niðurstöðu hans eru til rök sem mæla með því að mál Sævars Ciesielskis, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahns Skaftasonar verði tekið upp á nýju. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Áður hafði saksóknari komist að þeirri niðurstöðu að rök mæltu til þess að mál Guðjóns Skarphéðinssonar yrði tekið upp á nýju. Ekki þykja rök til þess að taka mál Erlu Bolladóttur upp á nýjan leik. Málið fer nú fyrir endurupptökunefnd sem ákveður næstu skref í því. „Þetta er eitt skref í rétt átt,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður Alberts Klahns Skaftasonar í samtali við Vísi. „Enn er engin niðurstaða komin í hvort málið verði tekið upp á ný og því síður komið að einhverjum málflutningi.“ Aðspurður segir hann að viðbúið sé að niðurstaða endurupptökunefndar liggi í fyrsta lagi fyrir í árslok. Rúm fjörutíu ár eru síðan síðast sást til Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Sex manns voru dæmdir fyrir aðild sína að málinu. Sævar Ciesielski hlaut sautján ára dóm, Kristján Viðar Viðarsson sextán ár og Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár. Guðjón Skarphéðinsson hlaut tíu ára dóm, Erla Bolladóttir þrjú ár og Albert Klahns Skaftason eitt ár. Sævar og Tryggvi eru nú látnir. Ekki náðist í Lúðvík Bergvinsson við vinnslu fréttarinnar en hann fer með málið fyrir hönd Sævars Cieselskis og Tryggva Rúnars Leifssonar.
Tengdar fréttir Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. 27. mars 2013 15:07 Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42 Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu. 6. maí 2013 11:30 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. 27. mars 2013 15:07
Björgvin vill taka upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin upp að nýju. Eftir að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson hurfu sporlaust um miðjan áttunda áratuginn voru fjögur ungmenni dæmd í fangelsi. Málsmeðferðinni var allan tímann verulega ábótavant og einn hinna dæmdu, Sævar Ciesielski, krafðist ítrekað endurupptöku málsins. Sævar lést í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. 16. júlí 2011 13:42
Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu. 6. maí 2013 11:30
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19