Kemur munaðarlausum æðarungum á legg: „Þeir elta mig hvert sem ég fer“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 14:15 Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer. Vísir/Björn Baldursson „Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira