Innlent

Kemur munaðarlausum æðarungum á legg: „Þeir elta mig hvert sem ég fer“

Birgir Olgeirsson skrifar
Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer.
Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer. Vísir/Björn Baldursson
„Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg.

Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði.  „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“

Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn Baldursson
Hann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.

Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson
„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“

Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“

Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.
Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn Baldursson
Ungana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn BaldurssonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.