Kemur munaðarlausum æðarungum á legg: „Þeir elta mig hvert sem ég fer“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 14:15 Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer. Vísir/Björn Baldursson „Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira