Kemur munaðarlausum æðarungum á legg: „Þeir elta mig hvert sem ég fer“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 14:15 Ungarnir fylgja Baldri hvert sem hann fer. Vísir/Björn Baldursson „Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Þetta eru ungar sem eru munaðarlausir,“ segir hinn sautján ára gamli Baldur Björnsson sem viðheldur tæplega þrjátíu ára hefð í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tekur að sér munaðarlausa æðarunga og kemur þeim á legg. Faðir hans, Björn Baldursson, tók meðfylgjandi ljósmyndir og birti á Facebook í gærkvöldi þar sem ungarnir fylgja syni hans niður í fjöru og aftur heim í hlað þar sem þeir hafast við í gerði. „Þetta eru ungar sem við finnum í lundaholum og í úteyjunni þar sem mesta varplandið er. Það er svo rosalega þúfótt þarna og þeir verða stundum viðskila við mæður sínar.“Baldur byrjar á að láta ungana venjast kalli sínu. Þannig fær hann þá til að fylgja sér hvert sem er.Vísir/ Björn BaldurssonHann segist láta ungana venjast kalli sínu í fyrstu og með tímanum læra þeir að þekkja það og fylgja Baldri. „Þeir elta mig hvert sem ég fer. Ég fer með þá nokkrum sinnum á dag út og leyfi þeim að synda og éta marflær. Með því að fara með þá út á sker þá er ég að þjálfa þá í að leita sér matar,“ segir Baldur en töluverð vinna fylgir þessu að hans sögn og gefur hann til að mynda ungunum fóður þrisvar til fjórum sinnum á dag ásamt því að fara með þá í göngutúra.Baldur þjálfar ungana í að leita sér matar yfir sumarið.Vísir/Björn Baldursson„Þetta er fyrsta árið mitt í þessu. Frænka mín var með þetta í nokkur ár, svo bróðir hennar á undan. Þar áður var pabbi minn á undan honum.“ Hann segir ungana læra á ákveðnum tímapunkti að bjarga sér og er þeim sleppt úr gerðinu undir lok ágúst eða byrjun september. „Flestir þeirra komast á legg. Þetta eykur líkur þeirra á því.“Ungarnir fylgja Baldri aftur heim í hlað.Baldur finnur ungana í lundaholum og í úteynni þar sem mesta varplandið er.Vísir/Björn BaldurssonUngana geymir hann í gerði í Vigur en með tímanum læra þeir að bjarga sér og er þeim sleppt um mánaðamótin ágúst-september.Vísir/Björn Baldursson
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira