Innlent

Lögreglan gagnrýnir uppsetningu gangbrautar við hringtorg eftir að ekið var á stúlku

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem lögreglan birti við færsluna. Hún er sviðsett en reiðhjólið er það sama og stúlkan var á.
Myndin sem lögreglan birti við færsluna. Hún er sviðsett en reiðhjólið er það sama og stúlkan var á. Vísir/Facebook
„Þetta slys var dæmigert,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni um umferðarslys sem átti sér stað á Fífuhvammsvegi við Salaveg síðasta föstudag þar sem ekið var á barn á reiðhjóli.

Lögreglan gagnrýnir í þessari Facebook-færslu uppsetningu gangbrautar ofan í hringtorgum því ökumenn sem eru að aka úr hringtorgi sjá illa gangandi vegfarendur. Hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið gert viðvart og sent starfsmann til að skoða aðstæður.

Lögreglan segir tildrög slyssins með þeim hætti að sjö ára stúlka á reiðhjóli hafi komið að gatnamótunum úr vestri. Ökumaðurinn sem ók suður sá stúlkuna og stoppar til að hleypa henni yfir en á sama tíma ekur ökumaður inn á hringtorgið frá Fífuhvammsvegi þar sem hann sér ekki gangbrautina. Ökumaðurinn sá síðan stúlkuna rétt áður en hann ók á hana.

Lögreglan segir stúlkuna hafa sloppið ótrúlega vel og sé óbrotin þó að hún hafi eitthvað meiðst.

„Við minnum alla ökumenn á að fylgjast vel með öllu og líka gangandi vegfarendum. Sérstaklega litla fólkinu. Það vill enginn lenda í því að bera ábyrgð á svona slysi. Þessi saga er sönn. Hún er birt með leyfi fjölskyldunnar og ökumannsins sem ók á barnið,“ skrifar lögreglan en færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

GÆTUM AÐ GANGANDIÁ föstudaginn síðasta var ekið á barn á hjóli við hringtorgið á Fífuhvammsvegi við Salaveg....

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, July 9, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×