Engar undantekningar: Hundar óvelkomnir í jarðarfarir og jarðsetningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2015 16:45 „Íslendingar eru svolítið óstýrilátir,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Erlendis, t.d. í Danmörku, sé þetta ekkert vandamál. "Fólk virðir reglurnar, sem eru settar fyrir heildina.“ Vísir/Stefán Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, segir engar undantekningar gerðar á því að dýr fái að fylgja eigendum sínum til grafar við jarðsetningu í höfuðborginni. Fólk verði að virða reglurnar enda séu þær settar með heildina í huga. Sigríður Esther Birgisdóttir missti son sinn, Snorra Sigtryggsson, á dögunum. Snorri átti tíkina Emblu og höfðu þau bundist miklum vináttuböndum þau sjö ár sem þau áttu saman. Hvorki fékkst leyfi fyrir Emblu að vera viðstadda jarðarförina né jarðsetninguna í Gufuneskirkjugarði. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg,“ sagði Sigríður í viðtali við Vísi í gær. Sigríður, líkt og sonur hennar, lítur eins og fjölmargir gæludýraeigendur á Emblu sem hluta af fjölskyldunni. „Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“Mæðginin Sigríður og Snorri.Hundar geti alltaf gelt Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, segir í samtali við Vísi að engar undantekningar séu gefnar á því að dýr fái að fylgja eigendum sínum til grafar. Í tilfelli Sigríðar hafi verið hringt og spurst fyrir um reglurnar sem séu skýrar.Í 3. grein reglna um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis, segir:Í kirkjugörðum er bannað að fara um með hesta, hunda eða önnur dýr. Reglurnar séu því skýrar. „Svo er annað mál hvort fólk taki sér bessaleyfi. Við getum ekki fylgst með öllum,“ segir Þórsteinn. Hann minnir á að oft sé verið að jarðsetja fólk á sama tíma. Ekki sé hægt að treysta því að hundur, jafnvel vel þjálfaður heimilishundur, fari ekki að gelta á viðkvæmum stundum. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Vísir/ErnirBorgarstjóri braut reglur Þórsteinn segir starfsmenn kirkjugarðanna gera athugasemdir verði þeir varir við það að fólk sé með dýrin með sér í kirkjugörðunum. Sérstaklega séu hundarnir lausir því þá hlaupi þeir um allt og ómögulegt að vita hvar þeir geri þarfir sínar. Þórsteinn hefur þó skilning með eigendum gæludýra. „Auðvitað eru heimilisdýrin eigendum sínum kær og mikil ástúð bundin við þau. En þetta eru bara reglur sem eru settar til að hafa heildarhagsmuni í huga,“ bætir hann við og minnir á fleiri vandamál eins og ofnæmi. Reglurnar hafa gilt í áratugi í Reykjavíkurprófastsdæmi og voru síðast endurskoðaðar árið 2000. Þórsteinn segist vel meðvitaður um að fólk taki sér bessaleyfi og taki dýrin með í kirkjugarðinn. Líkt og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sem sagði frá því í pistli í Fréttablaðinu á dögunum að hann færi reglulega í göngutúra með hund sinn um Hólavallagarð í Vesturbæ Reykjavíkur. Kirkjugarðurinn væri raunar hans uppáhaldsstaður. „Íslendingar eru svolítið óstýrilátir,“ segir Þórsteinn. Erlendis, t.d. í Danmörku, sé þetta ekkert vandamál. „Fólk virðir reglurnar, sem eru settar fyrir heildina.“ Útilokað sé að gera undantekningar segir Þórsteinn en minnir þó á að fyrrnefndar reglur gildi aðeins í Reykjavík. Annars setji hver garður fyrir sig eigin reglur. Sverrir Einarsson, lengst til hægri.Vísir/AntonKöttur mætti óboðinn Sverrir Einarsson, eigandi Útfararstofu Íslands, segir við Vísi misjafnt eftir kirkjum hvort leyfilegt sé að taka hundana með sér þangað inn eða ekki. Hann segist vera vel meðvitaður um fyrrnefndar umgengnisreglur kirkjugarða í Reykjavíkurprófastsdæmi. „Ég hélt nú að í jarðarförum væri enginn að pæla í því. Ef ég stæði í þessum sporum myndi ég nú bara taka hann inn í bandi,“ segir Sverrir sem hefur starfað við útfarir í 35 ár. Hann þekkir dæmi þess að hestar hafi fylgt eigendum sínum til grafar. Þá hafi verið um reiðhesta hins látna að ræða og enginn hafi sagt neitt. Hann muni þó ekki eftir því að hundar hafi verið með í för. Einu sinni hafi verið óskað eftir því að hundur fengi að vera viðstaddur giftingu en kirkjan hafnaði þeirri beiðni. Þá man Sverrir eftir tilfelli þegar köttur mætti óboðinn í kirkjuna. „Það var dálítið fyndið. Það var opið út, kötturinn var á sveimi og birtist upp við kistuna,“ segir Sverrir. Lítið mál hafi verið að ná kettinum og koma honum aftur í frískt loft. Tengdar fréttir Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn "Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn,“ segir Sigríður Esther Birgisdóttir, sem í gær fylgdi syni sínum til grafar. 8. júlí 2015 17:46 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, segir engar undantekningar gerðar á því að dýr fái að fylgja eigendum sínum til grafar við jarðsetningu í höfuðborginni. Fólk verði að virða reglurnar enda séu þær settar með heildina í huga. Sigríður Esther Birgisdóttir missti son sinn, Snorra Sigtryggsson, á dögunum. Snorri átti tíkina Emblu og höfðu þau bundist miklum vináttuböndum þau sjö ár sem þau áttu saman. Hvorki fékkst leyfi fyrir Emblu að vera viðstadda jarðarförina né jarðsetninguna í Gufuneskirkjugarði. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg,“ sagði Sigríður í viðtali við Vísi í gær. Sigríður, líkt og sonur hennar, lítur eins og fjölmargir gæludýraeigendur á Emblu sem hluta af fjölskyldunni. „Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“Mæðginin Sigríður og Snorri.Hundar geti alltaf gelt Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, segir í samtali við Vísi að engar undantekningar séu gefnar á því að dýr fái að fylgja eigendum sínum til grafar. Í tilfelli Sigríðar hafi verið hringt og spurst fyrir um reglurnar sem séu skýrar.Í 3. grein reglna um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis, segir:Í kirkjugörðum er bannað að fara um með hesta, hunda eða önnur dýr. Reglurnar séu því skýrar. „Svo er annað mál hvort fólk taki sér bessaleyfi. Við getum ekki fylgst með öllum,“ segir Þórsteinn. Hann minnir á að oft sé verið að jarðsetja fólk á sama tíma. Ekki sé hægt að treysta því að hundur, jafnvel vel þjálfaður heimilishundur, fari ekki að gelta á viðkvæmum stundum. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Vísir/ErnirBorgarstjóri braut reglur Þórsteinn segir starfsmenn kirkjugarðanna gera athugasemdir verði þeir varir við það að fólk sé með dýrin með sér í kirkjugörðunum. Sérstaklega séu hundarnir lausir því þá hlaupi þeir um allt og ómögulegt að vita hvar þeir geri þarfir sínar. Þórsteinn hefur þó skilning með eigendum gæludýra. „Auðvitað eru heimilisdýrin eigendum sínum kær og mikil ástúð bundin við þau. En þetta eru bara reglur sem eru settar til að hafa heildarhagsmuni í huga,“ bætir hann við og minnir á fleiri vandamál eins og ofnæmi. Reglurnar hafa gilt í áratugi í Reykjavíkurprófastsdæmi og voru síðast endurskoðaðar árið 2000. Þórsteinn segist vel meðvitaður um að fólk taki sér bessaleyfi og taki dýrin með í kirkjugarðinn. Líkt og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sem sagði frá því í pistli í Fréttablaðinu á dögunum að hann færi reglulega í göngutúra með hund sinn um Hólavallagarð í Vesturbæ Reykjavíkur. Kirkjugarðurinn væri raunar hans uppáhaldsstaður. „Íslendingar eru svolítið óstýrilátir,“ segir Þórsteinn. Erlendis, t.d. í Danmörku, sé þetta ekkert vandamál. „Fólk virðir reglurnar, sem eru settar fyrir heildina.“ Útilokað sé að gera undantekningar segir Þórsteinn en minnir þó á að fyrrnefndar reglur gildi aðeins í Reykjavík. Annars setji hver garður fyrir sig eigin reglur. Sverrir Einarsson, lengst til hægri.Vísir/AntonKöttur mætti óboðinn Sverrir Einarsson, eigandi Útfararstofu Íslands, segir við Vísi misjafnt eftir kirkjum hvort leyfilegt sé að taka hundana með sér þangað inn eða ekki. Hann segist vera vel meðvitaður um fyrrnefndar umgengnisreglur kirkjugarða í Reykjavíkurprófastsdæmi. „Ég hélt nú að í jarðarförum væri enginn að pæla í því. Ef ég stæði í þessum sporum myndi ég nú bara taka hann inn í bandi,“ segir Sverrir sem hefur starfað við útfarir í 35 ár. Hann þekkir dæmi þess að hestar hafi fylgt eigendum sínum til grafar. Þá hafi verið um reiðhesta hins látna að ræða og enginn hafi sagt neitt. Hann muni þó ekki eftir því að hundar hafi verið með í för. Einu sinni hafi verið óskað eftir því að hundur fengi að vera viðstaddur giftingu en kirkjan hafnaði þeirri beiðni. Þá man Sverrir eftir tilfelli þegar köttur mætti óboðinn í kirkjuna. „Það var dálítið fyndið. Það var opið út, kötturinn var á sveimi og birtist upp við kistuna,“ segir Sverrir. Lítið mál hafi verið að ná kettinum og koma honum aftur í frískt loft.
Tengdar fréttir Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn "Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn,“ segir Sigríður Esther Birgisdóttir, sem í gær fylgdi syni sínum til grafar. 8. júlí 2015 17:46 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn "Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn,“ segir Sigríður Esther Birgisdóttir, sem í gær fylgdi syni sínum til grafar. 8. júlí 2015 17:46